Landbúnaður og loftslagsmál Hörður Harðarson skrifar 16. október 2014 07:00 Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar