Landbúnaður og loftslagsmál Hörður Harðarson skrifar 16. október 2014 07:00 Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun