Landbúnaður og loftslagsmál Hörður Harðarson skrifar 16. október 2014 07:00 Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem fram fór á dögunum boðaði Ban-Ki Moon, aðalritari samtakanna, leiðtoga ríkja heimsins til fundar um loftslagsmál. Tilefnið var að finna leiðir til að sporna við loftslagsbreytingum af manna völdum og leggja grunn að nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári. Ban-Ki Moon lét þar þau orð falla að „aldrei hafi svo margir leiðtogar komið saman og heitið því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga“ og átti þar bæði við leiðtoga risavelda á borð við Bandaríkin og Kína sem og litla Íslands. Það er því almenn samstaða um að aðgerða sé þörf en hvað er hægt að gera? Rúmlega fjórðungur af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda er vegna samgangna, það er að segja flutninga á fólki eða vöru frá einum stað til annars. Um það bil helmingur af því er tilkominn vegna flutninga á vöru. Þar sem Ísland er eyja í miðju Norður-Atlantshafi segir það sig því sjálft að vöruflutningar til landsins fela í sér gríðarmikinn útblástur gróðurhúsalofttegunda. Til landsins er flutt mikið af vörum sem ekki er hægt að framleiða hér á landi af ýmsum ástæðum en við höfum á móti náð miklum árangri við framleiðslu á annarri vöru. Því er rétt að skoða betur hvort Ísland geti aukið innlenda framleiðslu til að draga enn frekar úr flutningi til hagsbóta fyrir umhverfið. Í þessu felst tækifæri til aðgerða. Íslenskur landbúnaður getur séð landsmönnum fyrir umhverfisvænni kjötvöru og grænmeti. Aðföng til landbúnaðar á Íslandi koma að litlu leyti erlendis frá. Þá hafa tilraunir hér á landi við kornrækt bæði til manneldis og ekki síður til fóðurgjafar gefið það góða raun að miklar líkur eru á að hægt verði að draga nokkuð úr innflutningi á fóðri á næsta áratug. Það er ekki bara verkefni þjóðarleiðtoga að bregðast við þeim þeim vanda sem hlýnum jarðar er. Þó vandamálið sé hnattrænt geta allir lagt sitt af mörkum til þess að leysa það. Með því að leggja áherslu á að neyta umhverfisvænna matmæla sem framleidd eru í nágrenninu er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna vöruflutninga. Þar skiptir íslenskur landbúnaður miklu máli.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun