Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 20-27 | Þriðja tap Akureyringa í röð á heimavelli Birgir H. Stefánsson í höllinni á Akureyri skrifar 16. október 2014 14:19 Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm FH-ingar unnu öruggan sjö marka útisigur á Akureyri í kvöld, 27-20, í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH var með sex marka forskot í hálfleik. FH-ingar voru þarna að vinna sinn annan leik í röð en norðanmenn hafa nú á sama skapi tapað þremur heimaleikjum í röð. Ísak Rafnsson var áberandi í liði FH og skoraði 6 mörk úr 7 skotum en þeir Benedikt Reynir Kristinsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu fimm mörk hvor. Þrándur Gíslason skoraði fimm mörk fyrir heimamenn. Akureyringar byrjuðu leikinn ágætlega og komust meðal annars í 4-1. FH-liðið svaraði með fjórum næstu mörkum og var síðan komið sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8. FH-liðið var síðan með öruggt tak á leiknum allan síðari hálfleikinn. Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi en þegar tæplega korter var búið af honum þá datt allur botn úr leik heimamanna og þá sérstaklega sóknarlega. Leikmenn Akureyrar virkuðu þungir og hugmyndasnauðir, voru mistækir í sendingum og tóku lélegar ákvarðanir sem skilaði þeim ekki einu einasta marki næstu fjórtán mínúturnar. Á sama tíma héldu FH áfram sínum leik, skyttur þeirra fengu pláss og tíma fyrir utan til að koma sínum skotum í netið örugglega og forskotið jókst jafnt og þétt. Það var loksins á 27. mínútu leiksins að heimamenn náðu að skora aftur en þar var á ferð Heiðar Þór Aðalsteinsson úr víti. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 8-14 fyrir FH og mikið verk framundan hjá heimamönnum ef þeir ætluðu sér að eiga einhvern möguleika á að næla í stig úr þessari viðureign. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi. Leikmenn FH virtust verða aðeins kærulausir inn á milli enda í þægilegri stöðu en um leið og heimamenn voru búnir að ná muninum niður í fjögur mörk settu gestirnir aftur í gír. Ísak Rafnsson var þeirra besti maður sóknarlega en fyrir utan lokaskot leiksins þá var Ísak með sex mörk úr sex skotum, varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss sem hann notfærði sér afar vel. Öruggur, verðskuldaður og sanngjarn sjö marka sigur FH því staðreynd fyrir norðan í kvöld. Ísak Rafnsson: Skemmtileg rútuferð heim framundan „Við spilum fyrst og fremst frábærlega sem lið,“ sagði Ísak Rafnsson eftir leik eftir að hafa tekið við verðlaunum sem maður leiksins. Ísak var með 100% skotnýtingu þangað til að hann tók síðasta skot leiksins rétt áður en leiktíminn rann út en þann bolta varði Tomas Olason. „Þetta skot þarna undir restina var bara af því að ég leit á klukkuna og sá hvað tíminn væri, ég var meira bara að klára leikinn.“ Þú fékkst pláss til að leika þér með í dag fyrir utan „Já, þeir gáfu mér tækifæri á því að skjóta. Þeir gáfu mér í raun skotleyfi og ég tek því frá hverjum sem er og skora bara.“ Þetta er frábær frammistaða hjá ykkur að landa svona öruggum sigri fyrir norðan, „Já algjörlega, það er alltaf gaman að vinna hér fyrir norðan. Frábær stemming í húsinu, geggjaðir áhorfendur og við fórum þetta langt á liðsheildinni í dag. Frábær vörn, agaður og góður sóknarleikur og það er aukalega gaman að taka tvö stigin hér því þá er skemmtileg rútuferð heim framundan.“ Halldór Jóhann: Þetta var sterkur sigur „Það verður mjög skemmtilegt í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon strax eftir leik. „Ég er gríðarlega ánægður með varnarleikinn og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við erum að spila frábæra vörn og fá aðeins átta mörk á okkur. Í heildina er það frábært að fá bara á sig tuttugu en það kom samt smá kafli í seinni hálfleik þar sem við gáfum aðeins eftir og það má bara ekki. Lið Akureyrar er frábært og þar eru reynslumenn sem vita að svona mun er hægt að vinna upp á stuttum tíma þannig að það var svolítið okkar hlutverk að halda mönnum á tánum og halda leikskipulaginu.“ Þið í raun og veru farið langt með að klára leikinn í fyrri hálfleik. „Já, við eigum góðan kafla þar og þá kemur hik á lið Akureyrar. Við setjum pressu á þá og þeir fara að tapa fullt af boltum en við erum samt líka klaufar varðandi fráköst og fleira, það eru ákveðnir þættir sem vantar að falla með okkur og þá jafnvel útaf reynsluleysi en það kemur vonandi með tímanum. Ég er í heildina mjög stoltur af strákunum í dag og þetta var sterkur sigur.“Heimir Örn: Gæti þurft að kalla á sálfræðing „Menn virðast bara yfirspenntir á heimavelli,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar allt annað en sáttur eftir leik. „Þetta gerðist aðeins líka á síðasta tímabili og þetta er eitthvað sem menn verða að vinna í, ég gæti þurft að kalla á sálfræðing. Við erum ekki sama lið á útivelli og heimavelli.“ Fjöldi sóknarmistaka hjá þínum mönnum fór langt með að klára leikinn „Ég veit ekki hvað við köstuðum oft í hendurnar á þeim, útaf og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta á bara ekki að sjást í handboltaleik í október. Þetta væri hugsanlega í lagi á Opna Norðlenska í upphafi ágúst en þetta er ekki boðlegt. Það er að koma einhverjum á óvart að Bergvin sé mættur aftur í liðið hjá Akureyri, er verið að taka áhættu með hann? „Nei, alls ekki. Hann er alveg heill en hann er bara ekki kominn með sinn kraft í öxlina eins og sást í dag. En hann skilaði samt sínu, átti stoðsendingar og mörk.“ Hvað með reynsluboltana í sóknarleik Akureyrar sem skila núll mörkum í dag? „Elli var frábær í síðasta leik, okkar besti maður en hann náði sér ekki á strik í dag. Svona er boltinn, stundum nær maður takti og stundum ekki en það voru svo margir aðrir sem voru lélegir. Maður var að bíða eftir því að einhver af þeim sem voru að koma inn færi að stíga upp en það voru bara eiginlega allir jafn lélegir.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan sjö marka útisigur á Akureyri í kvöld, 27-20, í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH var með sex marka forskot í hálfleik. FH-ingar voru þarna að vinna sinn annan leik í röð en norðanmenn hafa nú á sama skapi tapað þremur heimaleikjum í röð. Ísak Rafnsson var áberandi í liði FH og skoraði 6 mörk úr 7 skotum en þeir Benedikt Reynir Kristinsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu fimm mörk hvor. Þrándur Gíslason skoraði fimm mörk fyrir heimamenn. Akureyringar byrjuðu leikinn ágætlega og komust meðal annars í 4-1. FH-liðið svaraði með fjórum næstu mörkum og var síðan komið sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8. FH-liðið var síðan með öruggt tak á leiknum allan síðari hálfleikinn. Leikurinn var jafn og spennandi í upphafi en þegar tæplega korter var búið af honum þá datt allur botn úr leik heimamanna og þá sérstaklega sóknarlega. Leikmenn Akureyrar virkuðu þungir og hugmyndasnauðir, voru mistækir í sendingum og tóku lélegar ákvarðanir sem skilaði þeim ekki einu einasta marki næstu fjórtán mínúturnar. Á sama tíma héldu FH áfram sínum leik, skyttur þeirra fengu pláss og tíma fyrir utan til að koma sínum skotum í netið örugglega og forskotið jókst jafnt og þétt. Það var loksins á 27. mínútu leiksins að heimamenn náðu að skora aftur en þar var á ferð Heiðar Þór Aðalsteinsson úr víti. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 8-14 fyrir FH og mikið verk framundan hjá heimamönnum ef þeir ætluðu sér að eiga einhvern möguleika á að næla í stig úr þessari viðureign. Seinni hálfleikurinn náði því aldrei að verða spennandi. Leikmenn FH virtust verða aðeins kærulausir inn á milli enda í þægilegri stöðu en um leið og heimamenn voru búnir að ná muninum niður í fjögur mörk settu gestirnir aftur í gír. Ísak Rafnsson var þeirra besti maður sóknarlega en fyrir utan lokaskot leiksins þá var Ísak með sex mörk úr sex skotum, varnarmenn Akureyrar gáfu honum pláss sem hann notfærði sér afar vel. Öruggur, verðskuldaður og sanngjarn sjö marka sigur FH því staðreynd fyrir norðan í kvöld. Ísak Rafnsson: Skemmtileg rútuferð heim framundan „Við spilum fyrst og fremst frábærlega sem lið,“ sagði Ísak Rafnsson eftir leik eftir að hafa tekið við verðlaunum sem maður leiksins. Ísak var með 100% skotnýtingu þangað til að hann tók síðasta skot leiksins rétt áður en leiktíminn rann út en þann bolta varði Tomas Olason. „Þetta skot þarna undir restina var bara af því að ég leit á klukkuna og sá hvað tíminn væri, ég var meira bara að klára leikinn.“ Þú fékkst pláss til að leika þér með í dag fyrir utan „Já, þeir gáfu mér tækifæri á því að skjóta. Þeir gáfu mér í raun skotleyfi og ég tek því frá hverjum sem er og skora bara.“ Þetta er frábær frammistaða hjá ykkur að landa svona öruggum sigri fyrir norðan, „Já algjörlega, það er alltaf gaman að vinna hér fyrir norðan. Frábær stemming í húsinu, geggjaðir áhorfendur og við fórum þetta langt á liðsheildinni í dag. Frábær vörn, agaður og góður sóknarleikur og það er aukalega gaman að taka tvö stigin hér því þá er skemmtileg rútuferð heim framundan.“ Halldór Jóhann: Þetta var sterkur sigur „Það verður mjög skemmtilegt í rútunni á leiðinni heim,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon strax eftir leik. „Ég er gríðarlega ánægður með varnarleikinn og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við erum að spila frábæra vörn og fá aðeins átta mörk á okkur. Í heildina er það frábært að fá bara á sig tuttugu en það kom samt smá kafli í seinni hálfleik þar sem við gáfum aðeins eftir og það má bara ekki. Lið Akureyrar er frábært og þar eru reynslumenn sem vita að svona mun er hægt að vinna upp á stuttum tíma þannig að það var svolítið okkar hlutverk að halda mönnum á tánum og halda leikskipulaginu.“ Þið í raun og veru farið langt með að klára leikinn í fyrri hálfleik. „Já, við eigum góðan kafla þar og þá kemur hik á lið Akureyrar. Við setjum pressu á þá og þeir fara að tapa fullt af boltum en við erum samt líka klaufar varðandi fráköst og fleira, það eru ákveðnir þættir sem vantar að falla með okkur og þá jafnvel útaf reynsluleysi en það kemur vonandi með tímanum. Ég er í heildina mjög stoltur af strákunum í dag og þetta var sterkur sigur.“Heimir Örn: Gæti þurft að kalla á sálfræðing „Menn virðast bara yfirspenntir á heimavelli,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar allt annað en sáttur eftir leik. „Þetta gerðist aðeins líka á síðasta tímabili og þetta er eitthvað sem menn verða að vinna í, ég gæti þurft að kalla á sálfræðing. Við erum ekki sama lið á útivelli og heimavelli.“ Fjöldi sóknarmistaka hjá þínum mönnum fór langt með að klára leikinn „Ég veit ekki hvað við köstuðum oft í hendurnar á þeim, útaf og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta á bara ekki að sjást í handboltaleik í október. Þetta væri hugsanlega í lagi á Opna Norðlenska í upphafi ágúst en þetta er ekki boðlegt. Það er að koma einhverjum á óvart að Bergvin sé mættur aftur í liðið hjá Akureyri, er verið að taka áhættu með hann? „Nei, alls ekki. Hann er alveg heill en hann er bara ekki kominn með sinn kraft í öxlina eins og sást í dag. En hann skilaði samt sínu, átti stoðsendingar og mörk.“ Hvað með reynsluboltana í sóknarleik Akureyrar sem skila núll mörkum í dag? „Elli var frábær í síðasta leik, okkar besti maður en hann náði sér ekki á strik í dag. Svona er boltinn, stundum nær maður takti og stundum ekki en það voru svo margir aðrir sem voru lélegir. Maður var að bíða eftir því að einhver af þeim sem voru að koma inn færi að stíga upp en það voru bara eiginlega allir jafn lélegir.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira