Er þörf á þurraugnaþjónustu? Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun