Er þörf á þurraugnaþjónustu? Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar