Er þörf á þurraugnaþjónustu? Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grætur þú á golfvellinum? Eru augun eins og eldhnettir eftir sundsprett? Ef svo er, kann að vera að þú sért með þurr augu eða hvarmabólgu. Þessir sjúkdómar eru oft vanmeðhöndlaðir og kveður stundum svo rammt að því að einstaklingar hafa þolað einkenni sjúkdómanna alla ævi án þess að segja nokkrum manni frá. Margt bendir til þess að tíðni þeirra hafi stóraukist á undanförnum áratugum. Kemur þar margt til. Bústaðir manna og vinnustaðir eru þurrari en áður, tölvur og ýmis önnur tæki hita loftið og þurrka. Flugferðalögum hefur fjölgað og eru gervitár staðalbúnaður margra sem vinna við flug. Klór í sundlaugum eykur oft á einkenni fólks með þurr augu og hvarmabólgu og ekki er ósennilegt að eldfjöllin íslensku og hveraloftið geti einnig haft áhrif. Fólki með þurr augu og hvarmabólgu líður nefnilega betur víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Mörg lyf valda augnþurrki, þar á meðal verkjalyf, lyf við magabólgum, þunglyndi og ofnæmi. Ýmsir sjúkdómar geta minnkað táraframleiðslu í tárakirtlum svo sem hinir ýmsu gigtarsjúkdómar. Talið er að fimmtungur fólks í vestrænum þjóðfélögum sé með einkenni þurra augna og upp undir 40% einstaklinga eru með einhver ummerki hvarmabólgu. Margir þjást af þeim báðum og einkenni sjúkdómanna eru margvísleg. Einkenni þurra augna eru meðal annars erfiðleikar við að opna augun á morgnana, táraflóð í roki og aðskotahlutartilfinning í augum. Einkenni hvarmabólgu eru aðallega sviði, stírumyndun í augum og ljósfælni. Báðum sjúkdómunum fylgir síðan roði í augum. Ljóst er að bæta má þekkingu landsmanna á sjúkdómunum verulega með virkri uppfræðslu. Jafnframt er hægt að bæta meðferð með markvissari uppvinnslu á þurrum augum og hvarmabólgu. Erlendis hefur víða verið komið upp svokallaðri „þurraugnaþjónustu“, eða „þurraugnaklíník“ (dry eye clinic), sem beinist að því að meðhöndla þessa sjúkdóma á sérhæfðari og markvissari hátt. Margt bendir til þess að ekki sé vanþörf á slíku hér á landi og höfum við í Augljósi nú komið upp slíkri aðstöðu. Farið er í gegnum hvert og eitt tilfelli með útfyllingu á tæmandi spurningalistum. Uppvinnsla af hornhimnusérfræðingi fylgir í kjölfarið og síðan er útbúin markviss meðferðaráætlun í kjölfarið, sem byggir að verulegu leyti á fræðslu þar sem sjúklingur gegnir lykilhlutverki í meðferð sjúkdómanna – segja má að hann sé besti læknirinn. Oft er um að ræða meðferð sem endist sjúklingi lífið út og því er skipulögð eftirfylgni innifalin í áætluninni. Þurraugnaþjónusta Augljóss er nýr kafli í meðferð á þurrum augum og hvarmabólgu hér á landi. Við óskum þess að lesendur hjálpi okkur að auka meðvitund landsmanna um þessa hvimleiðu sjúkdóma og lausnir á þeim.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar