Vinnuslys í heimahúsum Kristján Kristinsson skrifar 13. mars 2014 07:00 „Ertu með áhættumat fyrir verkið,“ spurði ég málarann sem var að fara að mála þakið hjá mér“. „Áhættumat? Ég kann ekki að gera áhættumat“, sagði hann. „Jú, víst, þú ert alltaf að gera áhættumat“. „Hvað áttu við?“ „Þegar þú ferð í sumarbústaðinn þinn fyrir austan fjall, þá gerir þú áhættumat mörgum sinnum á leiðinni í huganum. Þegar þú tekur fram úr næsta bíl þá gerir þú áhættumat, þú metur hættuna af ástandi vegarins, bílnum sem kemur á móti, aðliggjandi vegamótum og farartækjum sem koma á eftir þér. Þegar þú hefur fullvissað þig um að líkurnar á því að þú komist heill fram úr bílnum eru yfirgnæfandi þá framkvæmir þú aðgerðina. Ef ekki þá hættirðu við. Þetta er áhættumat“. „Já, þú meinar.“ Þessi tilbúna saga hér að ofan er sögð til að sýna fram á að einfaldasta slysavörnin, gerð áhættumats, er ekki flókin aðgerð. Telja má fremur ólíklegt að áhættumat sé gert fyrir viðhaldsvinnu í heimahúsum eða öryggismál yfir höfuð rædd í því samhengi. Oft eru þeir sem vinna á þessum vettvangi einyrkjar eða fyrirtæki með fáa starfsmenn sem ekki eru vön því að gera áhættumat starfa. Í Reglum 547/1996 segir: „Verkkaupi, skal ,…, gera ráðstafanir sem tryggja að við framkvæmd verksins verði unnt að gæta fyllsta öryggis.“ Athuga ber að það er ekkert í lögum og reglum sem undanskilur verkkaupa frá þessum reglum í þeim tilvikum sem verktakavinna fer fram á persónulegri eign verkkaupa eins og t.d. íbúðarhúsi.Siðferðisleg skylda En hvaða kröfur gerum við sem verkkaupar þegar við erum að fá einhvern til að vinna fyrir okkur verk sem felur í sér margvíslegar hættur? Ef það er svona lítið mál að gera áhættumat af hverju er það þá ekki gert? Nú er það auðvitað svo að almenningur er ekki sérfróður um öryggismál og getur í mörgum tilfellum ekki metið hvort öryggisráðstafanir eru fullnægjandi. Hins vegar er það oft svo augljóst mál að ekki er rétt staðið að framkvæmdum að hver leikmaður getur séð að hér er ekki allt í lagi. Hver kannast ekki við að hafa séð ótrygga stiga eða vinnupalla samsetta af vanefnum einhvers staðar þar sem vinna við íbúðarhúsnæði fer fram? Hvað gerist ef verktaki sem er að vinna í heimahúsi slasast við vinnu sína? Ef í ljós kemur að allar öryggisreglur hafa verið brotnar við vinnuna og verkkaupi hefur látið undir höfuð leggjast að krefjast þess af verktaka að lágmarkskröfum um öryggi hafi verið sinnt, hver er þá ábyrgð verkkaupans? Mér vitandi hafa engir dómar fallið í slíkum málum en það er kannski bara tímaspursmál hvenær það gerist. Það er siðferðileg skylda okkar að láta vita ef við verðum vitni að því að augljóslega er verið að vinna á óöruggan hátt og skiptir þá ekki máli hvar sú vinna fer fram. Vinnueftirlitið getur ekki verið með sína eftirlitsmenn alls staðar en það er hægt að hringja inn til þeirra ef við verðum vitni að slíkum vinnubrögðum og láta vita. Munum að slíkt símtal getur bjargað mannslífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ertu með áhættumat fyrir verkið,“ spurði ég málarann sem var að fara að mála þakið hjá mér“. „Áhættumat? Ég kann ekki að gera áhættumat“, sagði hann. „Jú, víst, þú ert alltaf að gera áhættumat“. „Hvað áttu við?“ „Þegar þú ferð í sumarbústaðinn þinn fyrir austan fjall, þá gerir þú áhættumat mörgum sinnum á leiðinni í huganum. Þegar þú tekur fram úr næsta bíl þá gerir þú áhættumat, þú metur hættuna af ástandi vegarins, bílnum sem kemur á móti, aðliggjandi vegamótum og farartækjum sem koma á eftir þér. Þegar þú hefur fullvissað þig um að líkurnar á því að þú komist heill fram úr bílnum eru yfirgnæfandi þá framkvæmir þú aðgerðina. Ef ekki þá hættirðu við. Þetta er áhættumat“. „Já, þú meinar.“ Þessi tilbúna saga hér að ofan er sögð til að sýna fram á að einfaldasta slysavörnin, gerð áhættumats, er ekki flókin aðgerð. Telja má fremur ólíklegt að áhættumat sé gert fyrir viðhaldsvinnu í heimahúsum eða öryggismál yfir höfuð rædd í því samhengi. Oft eru þeir sem vinna á þessum vettvangi einyrkjar eða fyrirtæki með fáa starfsmenn sem ekki eru vön því að gera áhættumat starfa. Í Reglum 547/1996 segir: „Verkkaupi, skal ,…, gera ráðstafanir sem tryggja að við framkvæmd verksins verði unnt að gæta fyllsta öryggis.“ Athuga ber að það er ekkert í lögum og reglum sem undanskilur verkkaupa frá þessum reglum í þeim tilvikum sem verktakavinna fer fram á persónulegri eign verkkaupa eins og t.d. íbúðarhúsi.Siðferðisleg skylda En hvaða kröfur gerum við sem verkkaupar þegar við erum að fá einhvern til að vinna fyrir okkur verk sem felur í sér margvíslegar hættur? Ef það er svona lítið mál að gera áhættumat af hverju er það þá ekki gert? Nú er það auðvitað svo að almenningur er ekki sérfróður um öryggismál og getur í mörgum tilfellum ekki metið hvort öryggisráðstafanir eru fullnægjandi. Hins vegar er það oft svo augljóst mál að ekki er rétt staðið að framkvæmdum að hver leikmaður getur séð að hér er ekki allt í lagi. Hver kannast ekki við að hafa séð ótrygga stiga eða vinnupalla samsetta af vanefnum einhvers staðar þar sem vinna við íbúðarhúsnæði fer fram? Hvað gerist ef verktaki sem er að vinna í heimahúsi slasast við vinnu sína? Ef í ljós kemur að allar öryggisreglur hafa verið brotnar við vinnuna og verkkaupi hefur látið undir höfuð leggjast að krefjast þess af verktaka að lágmarkskröfum um öryggi hafi verið sinnt, hver er þá ábyrgð verkkaupans? Mér vitandi hafa engir dómar fallið í slíkum málum en það er kannski bara tímaspursmál hvenær það gerist. Það er siðferðileg skylda okkar að láta vita ef við verðum vitni að því að augljóslega er verið að vinna á óöruggan hátt og skiptir þá ekki máli hvar sú vinna fer fram. Vinnueftirlitið getur ekki verið með sína eftirlitsmenn alls staðar en það er hægt að hringja inn til þeirra ef við verðum vitni að slíkum vinnubrögðum og láta vita. Munum að slíkt símtal getur bjargað mannslífi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar