Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 05:00 Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun