Benz breytir nafnakerfi bíla sinna Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 13:38 Nýtt nafnakerfi Mercedes Benz. Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent
Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent