Vandræðagangur á interneti Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 17. september 2014 12:54 Ég heyrði af því um daginn að ísbúð ein í Reykjavík flokkaði viðskiptavini sína eftir þjóðerni. Þar á bæ væri lagt meira á túristaís en annan ís. Þetta er vonandi flökkusaga. Frásögn af athæfi nokkurra vel þekktra fjölþjóðlegra bílaleigufyrirtækja í Evrópu er ekki flökkusaga. Þau mismuna eftir þjóðerni. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja sem ekki verða nafngreind hér munu hafa ítrekað lent í því þegar þeir bóka bílaleigubíl í öðru landi í gegnum internetið að fá ekki jafn hagstætt verð og íbúar í heimaríki bílaleigunnar. Sumar bílaleigur flokka nefnilega viðskiptavini sem panta á netinu eftir IP-tölu eða upplýsingum um heimili. Þessir viðskiptavinir fá sjálfkrafa hærri verð hjá bókunarvél eða geta jafnvel ekki pantað þjónustu. Skiptir ekki máli þótt þeir ætli að nota bifreiðina í viðkomandi ríki þar sem bílaleigan er staðsett.Sameiginlegur markaður? Þrátt fyrir sameiginlegan markað og sameiginlegar leikreglur blasa enn hindranir við einstaklingum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti milli ríkja í EES. Evrópudómstóllinn er öflugur málsvari neytenda. Vel þekkt er mál Englendinganna sem laumuðust til að kaupa sér afruglara frá Grikklandi til að geta horft á grískar gervihnattarsendingar frá ensku meistaradeildinni en áskriftargjöld í Grikklandi voru lægri en hjá Sky sem hafði einkarétt til sýninga í Bretlandi. Gríska sjónvarpsstöðin og Meistaradeildin fóru í mál við Englendingana. Málið fór í forúrskurð hjá Evrópudómstólnum sem stóð með Englendingunum þar sem áskriftin var til einkanota. Sagði dómstóllinn slíkar hindranir á sölu á afruglurum milli ríkja vera brot á samkeppnisreglum og reglum um þjónustufrelsi. Vegna forúrskurðarins hóf framkvæmdastjórn ESB nýverið rannsókn á dreifingarsamningum bandarískra kvikmyndafyrirtækja við stóru sjónvarpsfyrirtækin í Evrópu. Sagði framkvæmdastjóri samkeppnismála að skoða þurfi hvort þessir dreifingarsamningar hindruðu einstaklinga í að fá aðgang að áskriftarsjónvarpi í öðrum ríkjum og hvort samningarnir sem skipta upp mörkuðum eftir landamærum standist samkeppnisreglur.Hvað er til ráða? Fjölmargir neytendur hafa kvartað undan fjölþjóðlegu bílaleigunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sent bílaleigunum bréf og hvatt þær til að breyta þessum viðskiptaháttum þar sem þeir brjóti gegn þjónustutilskipun ESB. Eftirlitsaðilar neytendamála í hverju landi hafa eftirlit með svona viðskiptaháttum. Neytendur sem telja að fyrirtæki í öðru landi hafi brotið á sér geta farið á heimasíðu neytendaeftirlits í EES sem heitir EEC-Net og fundið þarlendan eftirlitsaðila. Sameiginlegur markaður myndast ekki með sameiginlegum reglum einum saman. Neytendur og fyrirtæki þurfa að standa vörð og láta í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði af því um daginn að ísbúð ein í Reykjavík flokkaði viðskiptavini sína eftir þjóðerni. Þar á bæ væri lagt meira á túristaís en annan ís. Þetta er vonandi flökkusaga. Frásögn af athæfi nokkurra vel þekktra fjölþjóðlegra bílaleigufyrirtækja í Evrópu er ekki flökkusaga. Þau mismuna eftir þjóðerni. Viðskiptavinir þessara fyrirtækja sem ekki verða nafngreind hér munu hafa ítrekað lent í því þegar þeir bóka bílaleigubíl í öðru landi í gegnum internetið að fá ekki jafn hagstætt verð og íbúar í heimaríki bílaleigunnar. Sumar bílaleigur flokka nefnilega viðskiptavini sem panta á netinu eftir IP-tölu eða upplýsingum um heimili. Þessir viðskiptavinir fá sjálfkrafa hærri verð hjá bókunarvél eða geta jafnvel ekki pantað þjónustu. Skiptir ekki máli þótt þeir ætli að nota bifreiðina í viðkomandi ríki þar sem bílaleigan er staðsett.Sameiginlegur markaður? Þrátt fyrir sameiginlegan markað og sameiginlegar leikreglur blasa enn hindranir við einstaklingum og fyrirtækjum sem stunda viðskipti milli ríkja í EES. Evrópudómstóllinn er öflugur málsvari neytenda. Vel þekkt er mál Englendinganna sem laumuðust til að kaupa sér afruglara frá Grikklandi til að geta horft á grískar gervihnattarsendingar frá ensku meistaradeildinni en áskriftargjöld í Grikklandi voru lægri en hjá Sky sem hafði einkarétt til sýninga í Bretlandi. Gríska sjónvarpsstöðin og Meistaradeildin fóru í mál við Englendingana. Málið fór í forúrskurð hjá Evrópudómstólnum sem stóð með Englendingunum þar sem áskriftin var til einkanota. Sagði dómstóllinn slíkar hindranir á sölu á afruglurum milli ríkja vera brot á samkeppnisreglum og reglum um þjónustufrelsi. Vegna forúrskurðarins hóf framkvæmdastjórn ESB nýverið rannsókn á dreifingarsamningum bandarískra kvikmyndafyrirtækja við stóru sjónvarpsfyrirtækin í Evrópu. Sagði framkvæmdastjóri samkeppnismála að skoða þurfi hvort þessir dreifingarsamningar hindruðu einstaklinga í að fá aðgang að áskriftarsjónvarpi í öðrum ríkjum og hvort samningarnir sem skipta upp mörkuðum eftir landamærum standist samkeppnisreglur.Hvað er til ráða? Fjölmargir neytendur hafa kvartað undan fjölþjóðlegu bílaleigunum. Framkvæmdastjórn ESB hefur sent bílaleigunum bréf og hvatt þær til að breyta þessum viðskiptaháttum þar sem þeir brjóti gegn þjónustutilskipun ESB. Eftirlitsaðilar neytendamála í hverju landi hafa eftirlit með svona viðskiptaháttum. Neytendur sem telja að fyrirtæki í öðru landi hafi brotið á sér geta farið á heimasíðu neytendaeftirlits í EES sem heitir EEC-Net og fundið þarlendan eftirlitsaðila. Sameiginlegur markaður myndast ekki með sameiginlegum reglum einum saman. Neytendur og fyrirtæki þurfa að standa vörð og láta í sér heyra.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun