Auðveldum fyrstu íbúðarkaupin Finnur Bogi Hannesson skrifar 17. september 2014 13:00 Með hækkandi fasteignaverði getur orðið erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn og sú staðreynd virðist blasa við ungu fólki í dag að það tekur lengri tíma en áður að safna fyrir útborgun í fyrsta íbúðarhúsnæðinu. Fyrir suma virðist það nær óyfirstíganleg hindrun og þá ekki síst fyrir leigjendur þar sem ekki er óalgengt að stór hluti mánaðarlegra ráðstöfunartekna fari í leigugreiðslur. Við höfum fjölmörg dæmi um þetta hjá Íslandsbanka. Við því þarf að bregðast og því höfum við kynnt til sögunnar nýtt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Á fertugsaldri heima hjá mömmu og pabbaHjá Íslandsbanka hafa verið unnar greiningar á fasteignamarkaðnum, bæði innanhúss en einnig af utanaðkomandi sérfræðingum. Síðastliðið vor vann Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, skýrslu fyrir Íslandsbanka undir heitinu „Íbúðamarkaðurinn – Endurreisn eða bóla“. Í skýrslunni verður Magnúsi tíðrætt um mikilvægi fyrstu kaupenda fyrir húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Í því samhengi bendir Magnús Árni á aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og þá staðreynd að fólki á „fyrstu kaupa“-aldri fer nú fjölgandi og að það muni knýja áfram eftirspurn á íbúðamarkaðnum næstu árin. Ennfremur bendir Magnús Árni á þá alþjóðlegu þróun að fyrstu kaupendur eru að jafnaði eldri en áður. Samkvæmt rannsóknum í Bretlandi er meðalaldur fyrstu kaupenda árið 2012 kominn yfir 35 ár en var 30 ár fimm árum áður og 28 fyrir áratug. Ekki hafa verið gerðar opinberar kannanir á því hvernig þessu er háttað á Íslandi en ekki er ólíklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað töluvert. Einhvers staðar verður ungt fólk að búa og það er ekki óalgengt að fólk búi lengur í foreldrahúsum en áður eða leiti á leigumarkaðinn. Sparnaður fyrir útborgunFyrir flesta krefst það bæði tíma og þolinmæði að safna fyrir útborgun á fyrsta íbúðarhúsnæðinu. Því er mikilvægt að foreldrar hvetji börnin sín til að byrja snemma að huga að sparnaði. Síðastliðin ár hefur Íslandsbanki boðið upp á húsnæðissparnaðarreikninga þar sem hægt er að leggja grunninn að útborgun í íbúðarhúsnæði. Þegar að íbúðarkaupum kemur er veittur helmingsafsláttur af lántökugjaldi húsnæðislána hjá Íslandsbanka sem og frítt greiðslumat. Þá er stigið mikilvægt skref með séreignarúrræði stjórnvalda til að létta ungu fólki leiðina að kaupum á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði en þá er ekki greiddur tekjuskattur af sparnaðinum. Þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði fyrir þurfa ekki að sækja sérstaklega um úrræðið fyrr en að húsnæðiskaupum kemur sem hægt er að fresta allt fram til ársins 2019. Í þessu samhengi er því lykillinn að vera með viðbótarlífeyrissparnað til að ávinna sér réttindi næstu þrjú árin. Aukalán fyrir kaupum á fyrstu íbúðAlmennt býður Íslandsbanki upp á fjármögnun á 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis en hefur nú tekið ákvörðun um að bjóða þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign sérstaka aukafjármögnun að hámarki 1.500.000 kr. þó ekki hærra en sem nemur 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Þetta er gert til að auðvelda ungu fólki að fjármagna kaup á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þessi viðbótarfjármögnun getur skipt sköpum fyrir fyrstu kaupendur. Sé dæmi tekið um kaup á íbúð sem kostar 22 milljónir króna þá er almenn húsnæðisfjármögnun 17,6 milljónir kr. og útborgun 4,4 milljónir kr. en fyrir þann sem er að kaupa sína fyrstu eign og nýtir sér aukafjármögnunina þá er útborgunin 2,9 milljónir króna. Um helmingur þeirra sem kaupa sér íbúð í fyrsta skipti kaupa eign á 25 milljónir króna eða minna.Fyrir utan að standast allar almennar kröfur til lántakanda, s.s. að standast greiðslumat, þá er skilyrði fyrir aukafjármögnun vegna fyrstu íbúðarkaupa að lántaki sé skráður í viðbótarlífeyrissparnað, óháð vörsluaðila, og hafi þannig rétt til að nýta sér skattfrjálsa niðurgreiðslu næstu þrjú árin. Húsnæðislánaráðgjafar okkar í útibúum Íslandsbanka aðstoða ungt fólk og foreldra við að fara yfir þá valkosti sem í boði eru vegna fyrstu íbúðarkaupanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Með hækkandi fasteignaverði getur orðið erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn og sú staðreynd virðist blasa við ungu fólki í dag að það tekur lengri tíma en áður að safna fyrir útborgun í fyrsta íbúðarhúsnæðinu. Fyrir suma virðist það nær óyfirstíganleg hindrun og þá ekki síst fyrir leigjendur þar sem ekki er óalgengt að stór hluti mánaðarlegra ráðstöfunartekna fari í leigugreiðslur. Við höfum fjölmörg dæmi um þetta hjá Íslandsbanka. Við því þarf að bregðast og því höfum við kynnt til sögunnar nýtt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Á fertugsaldri heima hjá mömmu og pabbaHjá Íslandsbanka hafa verið unnar greiningar á fasteignamarkaðnum, bæði innanhúss en einnig af utanaðkomandi sérfræðingum. Síðastliðið vor vann Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, skýrslu fyrir Íslandsbanka undir heitinu „Íbúðamarkaðurinn – Endurreisn eða bóla“. Í skýrslunni verður Magnúsi tíðrætt um mikilvægi fyrstu kaupenda fyrir húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Í því samhengi bendir Magnús Árni á aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og þá staðreynd að fólki á „fyrstu kaupa“-aldri fer nú fjölgandi og að það muni knýja áfram eftirspurn á íbúðamarkaðnum næstu árin. Ennfremur bendir Magnús Árni á þá alþjóðlegu þróun að fyrstu kaupendur eru að jafnaði eldri en áður. Samkvæmt rannsóknum í Bretlandi er meðalaldur fyrstu kaupenda árið 2012 kominn yfir 35 ár en var 30 ár fimm árum áður og 28 fyrir áratug. Ekki hafa verið gerðar opinberar kannanir á því hvernig þessu er háttað á Íslandi en ekki er ólíklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað töluvert. Einhvers staðar verður ungt fólk að búa og það er ekki óalgengt að fólk búi lengur í foreldrahúsum en áður eða leiti á leigumarkaðinn. Sparnaður fyrir útborgunFyrir flesta krefst það bæði tíma og þolinmæði að safna fyrir útborgun á fyrsta íbúðarhúsnæðinu. Því er mikilvægt að foreldrar hvetji börnin sín til að byrja snemma að huga að sparnaði. Síðastliðin ár hefur Íslandsbanki boðið upp á húsnæðissparnaðarreikninga þar sem hægt er að leggja grunninn að útborgun í íbúðarhúsnæði. Þegar að íbúðarkaupum kemur er veittur helmingsafsláttur af lántökugjaldi húsnæðislána hjá Íslandsbanka sem og frítt greiðslumat. Þá er stigið mikilvægt skref með séreignarúrræði stjórnvalda til að létta ungu fólki leiðina að kaupum á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði en þá er ekki greiddur tekjuskattur af sparnaðinum. Þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði fyrir þurfa ekki að sækja sérstaklega um úrræðið fyrr en að húsnæðiskaupum kemur sem hægt er að fresta allt fram til ársins 2019. Í þessu samhengi er því lykillinn að vera með viðbótarlífeyrissparnað til að ávinna sér réttindi næstu þrjú árin. Aukalán fyrir kaupum á fyrstu íbúðAlmennt býður Íslandsbanki upp á fjármögnun á 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis en hefur nú tekið ákvörðun um að bjóða þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign sérstaka aukafjármögnun að hámarki 1.500.000 kr. þó ekki hærra en sem nemur 90% af kaupverði íbúðarhúsnæðis. Þetta er gert til að auðvelda ungu fólki að fjármagna kaup á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þessi viðbótarfjármögnun getur skipt sköpum fyrir fyrstu kaupendur. Sé dæmi tekið um kaup á íbúð sem kostar 22 milljónir króna þá er almenn húsnæðisfjármögnun 17,6 milljónir kr. og útborgun 4,4 milljónir kr. en fyrir þann sem er að kaupa sína fyrstu eign og nýtir sér aukafjármögnunina þá er útborgunin 2,9 milljónir króna. Um helmingur þeirra sem kaupa sér íbúð í fyrsta skipti kaupa eign á 25 milljónir króna eða minna.Fyrir utan að standast allar almennar kröfur til lántakanda, s.s. að standast greiðslumat, þá er skilyrði fyrir aukafjármögnun vegna fyrstu íbúðarkaupa að lántaki sé skráður í viðbótarlífeyrissparnað, óháð vörsluaðila, og hafi þannig rétt til að nýta sér skattfrjálsa niðurgreiðslu næstu þrjú árin. Húsnæðislánaráðgjafar okkar í útibúum Íslandsbanka aðstoða ungt fólk og foreldra við að fara yfir þá valkosti sem í boði eru vegna fyrstu íbúðarkaupanna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun