Aron: Við ætlum að reyna að vinna þennan leik Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 16. janúar 2014 08:00 Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Strákarnir okkar tóku daginn snemma í gær. Mættu á létta æfingu til þess að ná úr sér mesta hrollinum eftir Ungverjaleikinn. Þeir sem lítið spiluðu í þeim leik fengu aðeins að taka á því. Aðrir tóku því létt en nokkrir leikmenn gátu ekki æft vegna meiðsla. „Þetta snýst um endurheimt milli leikja og halda þeim sem minna spila á tánum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann þarf að halda áfram að púsla liðinu saman. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru meiddir og geta ekki æft frekar en Þórir Ólafsson og Vignir Svavarsson. „Við vissum áður en við lögðum af stað hingað að það væru nokkrir menn laskaðir og að það þyrfti lítið að koma fyrir því þetta eru erfiðir leikir sem við erum að spila. Það þurfa allir í hópnum að vera klárir og við höfum engin efni á að bíða með skiptingar. Arnór hélt að hann myndi ekki geta spilað gegn Ungverjum og því tókum við Ólaf Guðmundsson inn. Hann gat það svo á endanum.“Arnór kominn til Álaborgar Arnór Þór Gunnarsson var kallaður til Álaborgar í gær vegna meiðsla Þóris Ólafssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki ljóst hvort Arnór kæmi inn í hópinn eða hvort reynt yrði að láta Þóri spila gegn Spáni í kvöld. „Ef Þórir getur ekki spilað þá verður Arnór að koma inn,“ sagði Aron en Ísland hafði frest þar til í morgun með að tilkynna breytingar á hópnum. Ef Arnór kemur inn þá kveður Þórir og fer heim til sín. Leikurinn við heimsmeistara Spánverja í kvöld er í raun fyrsti leikur í milliriðli hjá báðum liðum. Það lið sem vinnur leikinn fer með tvo aukapunkta inn í milliriðilinn enda eru báðar þjóðir búnar að tryggja sig þar inn. „Við ætlum að reyna að vinna þennan leik enda úrslitaleikur um sigur í riðlinum. Spánverjar eru auðvitað með mjög gott lið en það er samt alltaf möguleiki. Þeir eru með virkilega sterkt varnarlið og eru stórhættulegir í hraðaupphlaupum. Við verðum því að vera þolinmóðir í sókninni og agaðir í okkar leik.“Aron Kristjánsson þarf að finna leiðir til að stoppa heimsmeistara Spánverja í kvöld.Mynd/DaníelNorðmenn stríddu Spánverjum Spánverjar sýndu gegn Noregi á þriðjudag að liðið getur misstigið sig. Þeir lentu í miklu basli með spræka Norðmenn en mörðu sigur að lokum í hörkuleik. Þeir búa aftur á móti yfir mikilli breidd og geta leyft sér að skipta mikið án þess að það komi nokkuð niður á leik liðsins. „Markvörður Norðmanna átti stórleik og við þurfum eitthvað slíkt til þess að vinna. Það er vel hægt að vinna þetta lið og við munum því spila til sigurs. Það verður svo að koma í ljós hvort það dugar til.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2014 karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira