Heimsborgarar og héraðshöfðingjar Vilhjálmur Egilsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Háskólinn á Bifröst menntar fólk til leiðandi starfa í atvinnulífinu og samfélaginu, ábyrga einstaklinga sem hafa þekkingu og metnað til þess að ná árangri. Að mörgu er að hyggja þegar slíkt nám er skipulagt. Það þarf að byggja á traustum grunni en jafnframt sífelldri nýsköpun þannig að námið nýtist sem best inn í framtíðina þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Enginn sem gengur í gegnum háskóla verður þó nokkurn tímann fullnuma því að landamæri þekkingarinnar eru alltaf að færast út. Háskólanám verður að gera fólk hæfara til að fylgjast með og tileinka sér nýjungar alla starfsævina. Miklar breytingar eru að verða í Háskólanum á Bifröst sem eru nauðsynlegar til þess að hann gegni enn betur veigamiklu hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Nám í skólanum mun almennt verða í lotukennslu frá og með næsta hausti og kennsla í staðnámi og fjarnámi fer fram samhliða. Með þessu er þjónusta skólans við nemendur aukin og fyrirkomulag kennslu stílað inn á að nemendur geti nýtt tíma sinn og orku sem allra best. Ný námsbraut í matvælarekstrarfræði verður tekin upp í skólanum. Námið er þróað út úr hefðbundnu viðskiptafræðinámi en með sérstakri áherslu á að byggja upp þekkingu á matvælum, innihaldi þeirra, vöruþróun, framleiðslu, flutningum, dreifingu og viðskiptum með matvæli. Lögð er áhersla á þekkingu og skilning á allri verðmætakeðjunni frá frumframleiðslu til endanlegrar sölu í verslun, á veitingastað eða erlendan markað. Námið gefur víðtæka möguleika fyrir fólk til að láta til sín taka alls staðar á þeim fjölmörgu sviðum atvinnulífsins þar sem unnið er með matvæli. Þá verður aukið við framboð í meistaranáminu við skólann, annars vegar með nýrri línu í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði og hins vegar með nýrri stjórnunarlínu þar sem áherslur skólans í stjórnunarnámi koma sterkt fram.Þekking sem dugar vel Margt annað nýtt er að gerast í Háskólanum á Bifröst. Sl. haust hófst sérstakt tilraunaverkefni um gerð rekstraráætlana fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi og banka. Milli 25 og 30 fyrirtæki taka þátt í að útvega nemendum í viðskiptafræði og lögfræði raunhæf verkefni til að glíma við. Samtök atvinnulífsins styrkja skólann myndarlega til að auka rannsóknir í þágu atvinnulífsins og fleiri aðilar hafa stutt við þau verkefni. Fyrsta rannsóknaverkefninu mun væntanlega ljúka í aprílmánuði en það fjallar um skattsvik í ferðaþjónustu og hefur vakið mikinn áhuga. Sýning um íslenskt nútímaatvinnulíf er í undirbúningi sem væntanlega fer af stað næsta sumar. Þá hefur skólinn annast umsýslu um sérstakt tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Háskólinn á Bifröst veitir nemendum sínum þekkingu sem dugar þeim vel hvert svo sem þeir fara að námi loknu og eiga að hafa möguleika til að standa sig erlendis jafnt sem innanlands. Þannig mótar Háskólinn á Bifröst metnaðarfulla, víðsýna og umburðarlynda heimsborgara sem geta notað hæfileika sýna til fulls. En skólinn er líka Héraðsskólinn í Norðurárdal þar sem nemendur læra að þeir eiga rætur og rækta vináttu, hjálpsemi og traust sín á milli. Bifrestingar eru héraðshöfðingjar, fólk sem þekkir muninn á réttu og röngu og getur greint í sundur metnað og græðgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Bifröst menntar fólk til leiðandi starfa í atvinnulífinu og samfélaginu, ábyrga einstaklinga sem hafa þekkingu og metnað til þess að ná árangri. Að mörgu er að hyggja þegar slíkt nám er skipulagt. Það þarf að byggja á traustum grunni en jafnframt sífelldri nýsköpun þannig að námið nýtist sem best inn í framtíðina þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Enginn sem gengur í gegnum háskóla verður þó nokkurn tímann fullnuma því að landamæri þekkingarinnar eru alltaf að færast út. Háskólanám verður að gera fólk hæfara til að fylgjast með og tileinka sér nýjungar alla starfsævina. Miklar breytingar eru að verða í Háskólanum á Bifröst sem eru nauðsynlegar til þess að hann gegni enn betur veigamiklu hlutverki sínu í íslensku samfélagi. Nám í skólanum mun almennt verða í lotukennslu frá og með næsta hausti og kennsla í staðnámi og fjarnámi fer fram samhliða. Með þessu er þjónusta skólans við nemendur aukin og fyrirkomulag kennslu stílað inn á að nemendur geti nýtt tíma sinn og orku sem allra best. Ný námsbraut í matvælarekstrarfræði verður tekin upp í skólanum. Námið er þróað út úr hefðbundnu viðskiptafræðinámi en með sérstakri áherslu á að byggja upp þekkingu á matvælum, innihaldi þeirra, vöruþróun, framleiðslu, flutningum, dreifingu og viðskiptum með matvæli. Lögð er áhersla á þekkingu og skilning á allri verðmætakeðjunni frá frumframleiðslu til endanlegrar sölu í verslun, á veitingastað eða erlendan markað. Námið gefur víðtæka möguleika fyrir fólk til að láta til sín taka alls staðar á þeim fjölmörgu sviðum atvinnulífsins þar sem unnið er með matvæli. Þá verður aukið við framboð í meistaranáminu við skólann, annars vegar með nýrri línu í alþjóðlegri stjórnmálahagfræði og hins vegar með nýrri stjórnunarlínu þar sem áherslur skólans í stjórnunarnámi koma sterkt fram.Þekking sem dugar vel Margt annað nýtt er að gerast í Háskólanum á Bifröst. Sl. haust hófst sérstakt tilraunaverkefni um gerð rekstraráætlana fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi og banka. Milli 25 og 30 fyrirtæki taka þátt í að útvega nemendum í viðskiptafræði og lögfræði raunhæf verkefni til að glíma við. Samtök atvinnulífsins styrkja skólann myndarlega til að auka rannsóknir í þágu atvinnulífsins og fleiri aðilar hafa stutt við þau verkefni. Fyrsta rannsóknaverkefninu mun væntanlega ljúka í aprílmánuði en það fjallar um skattsvik í ferðaþjónustu og hefur vakið mikinn áhuga. Sýning um íslenskt nútímaatvinnulíf er í undirbúningi sem væntanlega fer af stað næsta sumar. Þá hefur skólinn annast umsýslu um sérstakt tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Háskólinn á Bifröst veitir nemendum sínum þekkingu sem dugar þeim vel hvert svo sem þeir fara að námi loknu og eiga að hafa möguleika til að standa sig erlendis jafnt sem innanlands. Þannig mótar Háskólinn á Bifröst metnaðarfulla, víðsýna og umburðarlynda heimsborgara sem geta notað hæfileika sýna til fulls. En skólinn er líka Héraðsskólinn í Norðurárdal þar sem nemendur læra að þeir eiga rætur og rækta vináttu, hjálpsemi og traust sín á milli. Bifrestingar eru héraðshöfðingjar, fólk sem þekkir muninn á réttu og röngu og getur greint í sundur metnað og græðgi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar