Lítið eitt um grunnskóla og árangur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun