Lítið eitt um grunnskóla og árangur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun