Hver vissi hvað? Ragnar Hall og Helgi Sigurðsson skrifar 31. október 2014 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar