Helgi Jónas hættur | Þarf að endurskoða líf mitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2014 06:30 Breytt heimsmynd blasir við Helga Jónasi Guðfinnssyni eftir að hafa veikst. Hann þarf að endurskoða líf sitt og passa betur upp á sig í framtíðinni. fréttablaðið/stefán „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“ Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
„Þetta var mjög erfið ákvörðun enda hefur körfuboltinn spilað stóra rullu í mínu lífi,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fráfarandi þjálfari Keflavíkur, en hann ákvað að hætta þjálfun liðsins um síðustu helgi. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik fyrir tveimur vikum og yfirgaf þá völlinn í leikhléi. Það átti eftir að verða hans síðasti leikur sem þjálfari Keflavíkur. Helgi hefur verið mjög máttlítill síðan hann fann fyrir truflununum en er aðeins að komast á lappir. Hann þarf þó að passa upp á sig.Má við mjög litlu „Ég er búinn að vera þokkalegur í einn og hálfan dag núna. Ég má samt við rosalega litlu. Þá fer ég að finna fyrir truflununum á nýjan leik,“ segir Helgi en hann hitti hjartasérfræðing á dögunum. „Ég fékk góða skoðun hjá lækninum en þetta var viðvörun fyrir mig. Læknirinn sagði að ég réði því hvað ég gerði við þessa viðvörun. Það lá fyrir að ég yrði að fækka við mig verkefnum og þar af hætta að þjálfa Keflavík. Þar með er þessum kafla í mínu lífi lokið. Ég mun aldrei þjálfa körfuboltalið aftur. Ég hef ekki áhuga á því að setja mig í þessa aðstöðu aftur.“ Það tekur á andlega sem líkamlega að vera þjálfari liðs í úrvalsdeild. Starfinu fylgir líka mikil streita og hún er einfaldlega hættuleg fyrir Helga Jónas. „Það er mikið stress að vera þjálfari og misjafnt hvernig menn höndla stressið. Svo safnast þetta upp eins og hjá mér. Ég verð að vera skynsamur en það er erfitt að yfirgefa sviðið enda svo margt skemmtilegt við körfuna. Það er undirbúningurinn, skipulag og allt í kringum boltann. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að taka þátt í því aftur. Þess vegna var ákvörðunin svona erfið. Eftir að hafa rætt þetta vel við konuna mína þá er þetta skynsamlegasta ákvörðunin enda snýst þetta um mína heilsu.“Fjölnir - Grindavík Páll Axel Vilbergsson Helgi Jónas Guðfinsson körfubolti vetur 2012 LengjubikarÞarf að endurskoða lífið Það hefur einnig verið mikið að gera hjá Helga Jónasi við að byggja upp Metabolic-þjálfunarkerfið sem hefur notið mikillar hylli á Íslandi. „Ég þarf að minnka við mig þar líka. Ég hef verið að þjálfa, svo er utanumhald og þróunarvinna. Þess utan er verið að reyna að koma þessu á erlendan markað og þá eru oft fundir á nóttunni. Ég þarf að endurskoða margt í lífi mínu. Til að mynda svefn sem er streituþáttur. Ég er lánsamur að hafa lifað heilbrigðu lífi og ef ég væri ekki hraustur hefði kannski farið verr.“ Helgi var frábær leikmaður áður en hann fór út í þjálfun þar sem hann náði einnig framúrskarandi árangri. Körfuboltinn er nánast í blóðinu á honum og því er erfitt fyrir hann að kveðja boltann til frambúðar. „Nú tek ég mér algjört frí frá boltanum. Fer ekki einu sinni á völlinn á meðan ég er að reyna að ná mér aftur á ról. Það gengur fyrir að ná fullri heilsu núna. Það tekur lengri tíma en ég átti von á. Ég verð því að vera þolinmóður og hlusta á líkamann. Ég hef verið að predika það við fólkið sem ég þjálfa að hlusta á skrokkinn á sér. Nú er komið að mér að hlusta á sjálfan mig.“
Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09 Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27 Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Sigurður leysir Helga Jónas af hólmi Keflavík er búið að skipta um þjálfara hjá karlaliðinu en Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur af heilsufarsástæðum. 23. nóvember 2014 19:09
Falur: Settum enga pressu á Helga Jónas "Siggi er virkilega góður þjálfari og hann var eini maðurinn sem við töluðum við," segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um þjálfaraskiptin hjá félaginu. 23. nóvember 2014 19:27
Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík "Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. 17. nóvember 2014 14:41
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti