Einn skrítinn úr fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 15:16 Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent
Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent