Ætlar enginn að bjarga Landspítalanum? Ragna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun