Upphaf og endalok samgönguviku Sigrún Birna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 10:07 Samgönguvika í Reykjavík er á enda en átaksvikunni var ætlað að virkja almenning til umhugsunar um ferðavenjur sínar og að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta, almenningssamgöngum, að hjóla eða ganga. Samtökin Hjólafærni undir stjórn Sesselju Traustadóttur stóðu fyrir ráðstefnunni Hjólum til framtíðar 2014 sem haldin var í Iðnó síðastliðinn föstudag. Í boði var einkar áhugaverð og fræðandi dagskrá, sem telst til hápunkta vikunnar að mínu mati. Þessi samtök og fleiri hafa stuðlað að og eflt þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á stuttum tíma hvað samgönguhjólreiðar varðar og eiga hrós skilið fyrir óeigingjarna vinnu sína. Vikunni lauk með átakinu Bílllausi dagurinn síðastliðinn mánudag og í tilefni af honum kannaði ég aðgengi, tíma og fjölda skiptinga fyrir mínar daglegu leiðir á heimasíðu Strætó. Í hvert skipti varð ég fyrir ánægjulegri uppgötvun en þjónustan hefur þróast mikið í takt við þarfir viðskiptavina sinna, t.a.m. með bættu aðgengi fyrir hjól í vögnunum. Þetta framtak styður við fjölsamgöngumáta, þar sem einstaklingar nýta sér mismunandi samsetningu samgönguforma í sínar daglegu ferðir, ferðahegðunar sem fer vaxandi í mörgum vestrænum borgum. Áður en langt um líður vonast ég þó til þess að að átaksvika sem þessi muni heyra fortíðinni til. Ástæðan er einföld. Það er vitað að það er nauðsynlegt að breyta hugarfari og hegðun samfélagsins til framtíðar hvað varðar losum gróðurhúsalofttegunda. Slíkt kallar m.a. á breytt samgöngumunstur og takist það verður átaksframtak eins og Samgönguvika óþörf. Á meðan á samfélagsvitundarvakningunni stendur er þó afar mikilvægt að veita fræðslu, aðhald og aðstoða fólk við að taka upp breytta hegðun. Jákvæð reynsla er áhrifamikill þáttur þegar kemur að því að viðhalda hegðun og því þarf að hvetja til þess að einstaklingar upplifi kostina og raunverulegt aðgengi að vistvænum samgöngum og þar eru átök og herferðir eins og Samgönguvika, Hjólum í vinnuna, Hjólað í skólann og Göngum í skólann ómissandi. Samgöngusamningar fyrirtækja við starfsmenn eru einnig mikilvægt aðgerðartæki og gleðitíðindi að fyrirtæki fái tilnefningar fyrir framtak sitt til málaflokksins líkt og Landspítalinn fékk nú í ár. Nauðsynlegt er að vinna að frekari uppbyggingu og tengingu hjólagatnakerfis og að eflingu þekkingar á áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga en til þess þarf m.a. þverpólitíska samstöðu og farsælt samstarf milli hagsmunaaðila. Miklu hefur verið áorkað undanfarin ár, sem auðveldar höfuðborgarbúum að velja annan samgöngumáta en einkabílinn en það má vera að samgönguhjólreiðar eða fjölsamgöngumáti henti ekki alltaf. Það mikilvægasta er þó að hvert og eitt okkar sé stöðugt vakandi fyrir möguleikanum að geta lagt okkar að mörkum og hjólað, gengið eða tekið strætó þegar það liggur vel við. Það er vistvænna, eflir heilbrigði okkar og gæti mögulega átt hlutdeild í því að bjarga heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samgönguvika í Reykjavík er á enda en átaksvikunni var ætlað að virkja almenning til umhugsunar um ferðavenjur sínar og að hvetja til notkunar á vistvænum ferðamáta, almenningssamgöngum, að hjóla eða ganga. Samtökin Hjólafærni undir stjórn Sesselju Traustadóttur stóðu fyrir ráðstefnunni Hjólum til framtíðar 2014 sem haldin var í Iðnó síðastliðinn föstudag. Í boði var einkar áhugaverð og fræðandi dagskrá, sem telst til hápunkta vikunnar að mínu mati. Þessi samtök og fleiri hafa stuðlað að og eflt þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað á stuttum tíma hvað samgönguhjólreiðar varðar og eiga hrós skilið fyrir óeigingjarna vinnu sína. Vikunni lauk með átakinu Bílllausi dagurinn síðastliðinn mánudag og í tilefni af honum kannaði ég aðgengi, tíma og fjölda skiptinga fyrir mínar daglegu leiðir á heimasíðu Strætó. Í hvert skipti varð ég fyrir ánægjulegri uppgötvun en þjónustan hefur þróast mikið í takt við þarfir viðskiptavina sinna, t.a.m. með bættu aðgengi fyrir hjól í vögnunum. Þetta framtak styður við fjölsamgöngumáta, þar sem einstaklingar nýta sér mismunandi samsetningu samgönguforma í sínar daglegu ferðir, ferðahegðunar sem fer vaxandi í mörgum vestrænum borgum. Áður en langt um líður vonast ég þó til þess að að átaksvika sem þessi muni heyra fortíðinni til. Ástæðan er einföld. Það er vitað að það er nauðsynlegt að breyta hugarfari og hegðun samfélagsins til framtíðar hvað varðar losum gróðurhúsalofttegunda. Slíkt kallar m.a. á breytt samgöngumunstur og takist það verður átaksframtak eins og Samgönguvika óþörf. Á meðan á samfélagsvitundarvakningunni stendur er þó afar mikilvægt að veita fræðslu, aðhald og aðstoða fólk við að taka upp breytta hegðun. Jákvæð reynsla er áhrifamikill þáttur þegar kemur að því að viðhalda hegðun og því þarf að hvetja til þess að einstaklingar upplifi kostina og raunverulegt aðgengi að vistvænum samgöngum og þar eru átök og herferðir eins og Samgönguvika, Hjólum í vinnuna, Hjólað í skólann og Göngum í skólann ómissandi. Samgöngusamningar fyrirtækja við starfsmenn eru einnig mikilvægt aðgerðartæki og gleðitíðindi að fyrirtæki fái tilnefningar fyrir framtak sitt til málaflokksins líkt og Landspítalinn fékk nú í ár. Nauðsynlegt er að vinna að frekari uppbyggingu og tengingu hjólagatnakerfis og að eflingu þekkingar á áhrifum yfirvofandi loftslagsbreytinga en til þess þarf m.a. þverpólitíska samstöðu og farsælt samstarf milli hagsmunaaðila. Miklu hefur verið áorkað undanfarin ár, sem auðveldar höfuðborgarbúum að velja annan samgöngumáta en einkabílinn en það má vera að samgönguhjólreiðar eða fjölsamgöngumáti henti ekki alltaf. Það mikilvægasta er þó að hvert og eitt okkar sé stöðugt vakandi fyrir möguleikanum að geta lagt okkar að mörkum og hjólað, gengið eða tekið strætó þegar það liggur vel við. Það er vistvænna, eflir heilbrigði okkar og gæti mögulega átt hlutdeild í því að bjarga heiminum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun