BMW X7 í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 10:38 Í verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínufylki í Bandaríkjunum, þar sem nýr BMW X7 yrði framleiddur. BMW ætlar ekki að leyfa Mercedes Benz að eiga sviðið í flokki 7 sæta lengri jeppa og hyggur á framleiðslu á lengri jeppa en X5 og X6 núverandi jeppar fyrirtækisins. Hann verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X5 og X6. Þessi nýi bíll mun keppa við GL-jeppa Mercedes Benz. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, enda er stærsti markaðurinn fyrir slíka jeppa þar. Búist er við því að hann komi á markað árið 2018, þ.e. um sama leiti og næsta kynslóð GL verður kynntur. Einnig er leitt að því líkum að lúxusjeppi af Rolls Royce gerð verði byggður á sama undirvagni, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Þá eru einnig taldar líkur á því að stór jeppi í þessum flokki verði framleiddur undir merkjum Aston Martin en samstarf Mercedes Benz og Aston Martin er orðið náið og góðar líkur taldar á að Benz yfirtaki Aston Martin. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
BMW ætlar ekki að leyfa Mercedes Benz að eiga sviðið í flokki 7 sæta lengri jeppa og hyggur á framleiðslu á lengri jeppa en X5 og X6 núverandi jeppar fyrirtækisins. Hann verður byggður á sama undirvagni og næsta kynslóð X5 og X6. Þessi nýi bíll mun keppa við GL-jeppa Mercedes Benz. Bíllinn verður framleiddur í Bandaríkjunum, enda er stærsti markaðurinn fyrir slíka jeppa þar. Búist er við því að hann komi á markað árið 2018, þ.e. um sama leiti og næsta kynslóð GL verður kynntur. Einnig er leitt að því líkum að lúxusjeppi af Rolls Royce gerð verði byggður á sama undirvagni, en Rolls Royce er jú í eigu BMW. Þá eru einnig taldar líkur á því að stór jeppi í þessum flokki verði framleiddur undir merkjum Aston Martin en samstarf Mercedes Benz og Aston Martin er orðið náið og góðar líkur taldar á að Benz yfirtaki Aston Martin.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent