Ívar: Njótum engrar virðingar hjá dómurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2014 22:43 Ívar rífst við Eggert dómara í kvöld. vísir/daníel „Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
„Mér fannst við nær sigrinum í síðasta leik en þessum. Við gerðum mikið af mistökum í kvöld en baráttan var þó til fyrirmyndar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. Njarðvík skoraði níu stig í röð utan þriggja stiga línunnar á tæpri mínútu um miðjan þriðja leikhluta. Ívar sagði að sá kafli hefði reynst Haukum dýrkeyptur. „Við gerðum mjög mikið af mistökum þá - tókum rangar ákvarðanir og slæm skot í stað þess að spila bara okkar leik. Það kostaði okkur sjálfsagt leikinn. Af þessu þurfum við að læra því við þurfum að vera skynsamir.“ Hann kvartaði líka undan dómgæslunni í kvöld, sér í lagi þegar kom að Terrence Watson. „Þeir brutu á honum allan leikinn en hann fékk bara fimm villur dæmdar á sig. Þannig er þetta leik eftir leik og það virðist sem að við njótum engrar virðingar hjá dómurunum. Maður skilur þetta bara ekki,“ sagði Ívar. „Þegar við bendum á þetta þá segja þeir að það sé ekki verið að brjóta á honum. Það er í raun óskiljanlegt hvernig dómarar starfa í dag og menn virðast kvarta eftir hvern einasta leik. Þeir hafa bara ekki ráðið við þessa leiki, því miður.“ Emil Barja byrjaði frábærlega fyrir Hauka en lenti í villuvandræðum strax í fyrsta leikhluta. Það kostaði hann dýrmætar mínútur í kvöld. „Hann tók einfaldlega rangar ákvarðanir. Tvær af þessum villum voru mjög vondar af hans hálfu. Við höfum ekki efni á að missa hann á bekkinn í einn og hálfan leikhluta. Það er dýrt í seríu sem þessari.“ „En allir sem komu inn gerðu sitt besta. Ég er því sáttur við strákana - þeir þurfa bara að vera aðeins skynsamari. Þetta er nefnilega ekki búið. Ef við vinnum á föstudag eigum við annan heimaleik og þá er allt opið aftur.“Dómarar kvöldsins.vísir/daníel
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 98-89 | Stjarnan komin í 2-0 Stjörnumenn báru í kvöld sigurorð af Keflavík, 98-89, og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna. 24. mars 2014 16:37
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Njarðvík 84-88 | Húnarnir í lykilstöðu Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur á Ásvöllum með frábærri þriggja stiga körfu. 24. mars 2014 16:41