Fóru á forsetabílnum á Eldsmiðjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:31 Gestir Eldsmiðjunnar og nágrannar í Þingholtunum ráku augun í það að forsetabílnum var lagt upp á kant við veitingahúsið í gærkvöldi. Sem kunnugt er lauk heimsókn Viktoríu krónprinsessu í gær. Una Sighvatsdóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, var meðal þeirra sem rak augun í sjálfan forsetabílinn, og heldur þótti blaðamanninum bifreiðinni sérkennilega lagt: „Forsetinn og prinsessan fóru út að borða í#Reykjavík í kvöld. Ég hef alltaf sagt að Eldsmiðjan sé besti pizzastaður í heimi," skrifaði Una við mynd sem hún birti á Instagram og má sjá hér að neðan. Við nánari eftirgrennslan Vísis kom á daginn að ekki var það svo að herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væri þar á ferð ásamt tignum gestum sínum heldur var þarna um að ræða verði úr fylgdarliðinu sem voru að næra sig eftir stranga dagskrá undanfarna daga og höfðu þeir fengið forsetabílinn til afnota. Samkvæmt heimildum Vísis snæddu Viktoría og fylgdarlið hennar hins vegar kvöldverð á Hannesarholti á Grundarstíg í gærkvöldi.Kolbrún Jónatansdóttir.Forsetann má sekta Ekki er þetta í fyrsta skipti sem athygli vekur hvernig forsetabílnum er lagt á götum borgarinnar. Í maí vakti Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður athygli á því hvernig bílnum var lagt við Háskóla Íslands. Birti Vera myndina á Facebook-síðu sinni. „Í kjölfarið hef ég heyrt marga tala um að þeir séu alltaf að sjá hann leggja ólöglega. Er bara hvar sem er með bílinn. Fær hann sekt? Má sekta forsetann?“ spurði Vera. Þeirri spurningu svaraði Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Það er ekki heimilt að leggja bílum ólöglega og á það jafnt við um forsetann, borgarstjórann, þig og mig. Það sleppa alltaf einhverjir sem leggja ólöglega á milli þess sem stöðuverðir eru á ferðinni.“ Tengdar fréttir Forsetinn leggur þar sem honum sýnist Í gær náðist mynd af glæsibifreið forseta Íslands við Háskólann þar sem hann var hálfur uppi á gangstétt og enginn í bílnum. 20. maí 2014 10:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Gestir Eldsmiðjunnar og nágrannar í Þingholtunum ráku augun í það að forsetabílnum var lagt upp á kant við veitingahúsið í gærkvöldi. Sem kunnugt er lauk heimsókn Viktoríu krónprinsessu í gær. Una Sighvatsdóttir, blaðakona á Morgunblaðinu, var meðal þeirra sem rak augun í sjálfan forsetabílinn, og heldur þótti blaðamanninum bifreiðinni sérkennilega lagt: „Forsetinn og prinsessan fóru út að borða í#Reykjavík í kvöld. Ég hef alltaf sagt að Eldsmiðjan sé besti pizzastaður í heimi," skrifaði Una við mynd sem hún birti á Instagram og má sjá hér að neðan. Við nánari eftirgrennslan Vísis kom á daginn að ekki var það svo að herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væri þar á ferð ásamt tignum gestum sínum heldur var þarna um að ræða verði úr fylgdarliðinu sem voru að næra sig eftir stranga dagskrá undanfarna daga og höfðu þeir fengið forsetabílinn til afnota. Samkvæmt heimildum Vísis snæddu Viktoría og fylgdarlið hennar hins vegar kvöldverð á Hannesarholti á Grundarstíg í gærkvöldi.Kolbrún Jónatansdóttir.Forsetann má sekta Ekki er þetta í fyrsta skipti sem athygli vekur hvernig forsetabílnum er lagt á götum borgarinnar. Í maí vakti Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarmaður athygli á því hvernig bílnum var lagt við Háskóla Íslands. Birti Vera myndina á Facebook-síðu sinni. „Í kjölfarið hef ég heyrt marga tala um að þeir séu alltaf að sjá hann leggja ólöglega. Er bara hvar sem er með bílinn. Fær hann sekt? Má sekta forsetann?“ spurði Vera. Þeirri spurningu svaraði Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Það er ekki heimilt að leggja bílum ólöglega og á það jafnt við um forsetann, borgarstjórann, þig og mig. Það sleppa alltaf einhverjir sem leggja ólöglega á milli þess sem stöðuverðir eru á ferðinni.“
Tengdar fréttir Forsetinn leggur þar sem honum sýnist Í gær náðist mynd af glæsibifreið forseta Íslands við Háskólann þar sem hann var hálfur uppi á gangstétt og enginn í bílnum. 20. maí 2014 10:18 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Forsetinn leggur þar sem honum sýnist Í gær náðist mynd af glæsibifreið forseta Íslands við Háskólann þar sem hann var hálfur uppi á gangstétt og enginn í bílnum. 20. maí 2014 10:18