Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 14:15 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Daníel Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28