Úlfar: Mikilvægari hlutir framundan hjá Kristjáni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 14:15 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Daníel Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segist ekkert hafa á móti Kristjáni Þór Einarssyni, kylfingi úr GKJ, sem vandaði landsliðsþjálfaranum ekki kveðjurnar í viðtali við Vísi fyrr í dag. Kristján furðar sig á landsliðsvalinu fyrir Evrópumótið í byrjun næsta mánaðar. Hann segir Úlfar hafa eitthvað persónulegt á móti sér og hann fái ekki tækifæri með landsliðinu á meðan hann er við stjórnvölinn. „Ég hef alls ekkert á móti honum. Þvert á móti hef ég mikið á lit á honum sem golfara og finnst hann hörkukylfingur. Ég hef heldur alls ekkert á móti honum sem persónu. Það er bara alrangt og leiðinlegur misskilningur,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Kristján Þór er annar á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar en sá efsti, Ragnar Már Garðarsson er sjálfvalinn. Næstu fjórir menn í liðið eru svo þeir fjórir sem eru fyrir neðan Kristján á stigalistanum. „Við erum með framtíðarpælingar í huga og þetta er það lið sem ég veðja á. Þetta eru þeir einstaklingar sem ég tel vera besta í þetta lið,“ segir Úlfar. Kristján Þór ásakaði Úlfar einnig um að velja sig ekki því hann væri að eignast annað barn og væri í raun búinn að ákveða að hann væri ekki með hugann við golfið. „Það er algjörlega í hans höndum hversu langt hann ætlar í íþróttinni. Barnseignir þurfa ekki að vera fyrirstaða. Ég taldi þetta bara ekki rétta tímapunktinn fyrir hann að vera í liðinu. Það er ýmislegt annað framundan hjá honum sem er mikilvægara hjá honum,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kristján Þór: Úlfar hefur eitthvað á móti mér Kristján Þór Einarsson er ósáttur við að vera ekki valinn í landsliðið í golfi. 20. júní 2014 13:18
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28