Handbolti

Hótelstjórinn vísar kvörtunum til föðurhúsanna

Valtýr Björn Valtýsson skrifar
Valtýr Björn Valtýsson fór að ræða við Hauk Birgisson, hótelstjóra Hótels Hafnarfjarðar um kvartanir Bosníumanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur þvertekur fyrir yfirlýsingar Dragan Markovic, þjálfara Bosníu.

Markovic kvartaði í samtali við bosníska miðla að móttökurnar á Íslandi hefðu verið hræðilegar og aðbúnaður hótelsins sem liðið gisti á hefði verið afleitur. Þá kvartaði hann undan matnum sem borinn var á borð á Hótel Hafnarfirði en í gær birti Vísir matseðilin sem Bosníumenn báðu sérstaklega um.

„Þeir virkuðu allir þokkalega sáttir. Við gerðum allt fyrir þá, settum sérstakan matseðil og gáfum þeim auka handklæði þegar þess var óskað. Þetta kemur mér mjög á óvart,“ sagði hótelstjórinn. Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri tók í sama streng og Haukur.

„Þetta kemur mér á óvart. Það hafa mörg landslið gist hérna og það hefur enginn kvartað. Þeir voru að kvarta undan vegalengd milli herbergja. Við reyndum að hjálpa þeim á öllum sviðum sem gerir þetta óskiljanlegt,“ sagði Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×