Lífið

Nakin í GQ

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirsætan og leikkonan Emily Ratajkowski prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins GQ. Á forsíðunni er hún afar léttklædd og inní blaðinu eru myndir af henni alsnaktri.

Emily er rísandi stjarna en margir muna eflaust eftir henni úr myndbandi við lagið Blurred Lines sem vakti talsverðan usla. Þar fór hún einnig úr fötunum innan um tónlistarmennina Robin Thicke og Pharrell.

„Mig langaði ekki að gera það í fyrstu en síðan talaði ég við leikstjórann og skildi verkefnið,“ segir Emily um myndbandið í samtali við GQ.

Emily leikur í væntanlegri mynd Davids Fincher sem byggð er á skáldsögunni Gone Girl. Aðrir leikarar í myndinni eru Ben Affleck og Rosamund Pike. Í myndinni leikur Emily hjákonu Bens. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.