Betri stjórnarstefna er möguleg Árni Páll Árnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar