Er þetta hættuspil? Jón Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun