Dan Jenkins skrifar fyrir Golf Digest-blaðið en það hefur ekki átt samleið með Woods. Þar sem Jenkins fær engin viðtöl við Tiger ákvað hann að skálda viðtal við hann.
Ekki bara það heldur fékk blaðið mann til þess að leika Tiger á mynd í greininni þar sem Jenkins gerir í raun og veru stólpagrín að Tiger. Það þoldi Tiger ekki.
Hann segir að þetta sé ófyndið með öllu og högg fyrir neðan beltisstað. Tiger vildi fá afsökunarbeiðni en fékk ekki. Gamla brýnið Jenkins sér ekki eftir neinu og segist hafa sleppt Tiger vel eins og sjá má á tístinu hér að neðan.
My next column for Tiger: defining parody and satire. I thought I let him off easy: http://t.co/E7e9imSKwO
— Dan Jenkins (@danjenkinsgd) November 18, 2014