Lífið

Di Caprio framleiðir þætti um rappara

Leonardo Di Caprio og Jonah Hill léku saman í Wolf of Wallstreet og ætla nú að gera þætti um rappara.
Leonardo Di Caprio og Jonah Hill léku saman í Wolf of Wallstreet og ætla nú að gera þætti um rappara.
Leonardo Di Caprio og Jonah Hill eru að vinna að sjónvarpsþætti byggða á ferli rapparans Q-Tip úr sveitinni a Tribe Called Quest. Þættirnir munu fjalla um tímabilið frá síðari hluta níunda áratugarins fram á fyrri hluta þess tíunda. Tímabilið er að sumum nefnt Native Tounge tímabilið, sem vísar til hóps af röppurum sem kom saman og breiddi út jákvæðan boðskap.

Q-Tip og Di Caprio hafa lengi verið góðir vinir. Jonah Hill lék með Di Caprio í myndinni Wolf of Wallstreet sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir.

Hugmyndin af þáttunum verður kynnt fyrir sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum í næstu viku. 

Hér að neðan má sjá rapparann Common fjalla um Native Tounges hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.