Kjarasamningur – skynsemi og ábyrgð Ólafía B. Rafnsdóttir skrifar 11. janúar 2014 06:00 Krafan um stöðugleika er hávær þessa dagana enda íslenskt launafólk orðið langþreytt á hárri verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þessum stöðugleika náum við hins vegar ekki nema við förum fram af skynsemi og ábyrgð, stéttarfélög, atvinnurekendur og hið opinbera. Um það snýst nýgerður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði í raun og veru. Um það verður kosið á næstu dögum í stéttarfélögum eins og VR. Ný vinnubrögð í kjarasamningagerð og ný viðhorf einkenna þennan kjarasamning og allan undirbúning hans. Hann byggist á sameiginlegri vinnu samningsaðila síðustu mánuði og vilja allra sem að honum komu til að ná fram markmiðum um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Hagsmunir okkar fara hér saman – við viljum öll minni verðbólgu og meiri stöðugleika. Samningurinn er stuttur, til eins árs. Á þessum tólf mánuðum fáum við það svigrúm sem við þurfum til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að því efnahagslega umhverfi sem krafa er gerð um. Niðurstöður kannana meðal félagsmanna VR á síðustu vikum og misserum benda til þess að aukinn kaupmáttur skipti þá höfuðmáli. Það leggjum við áfram til grundvallar í þeim viðræðum sem framundan eru um kjarasamning til lengri tíma.Leggjumst öll á eitt Mikil umræða hefur verið síðustu daga um boðaðar verðlags- og gjaldskrárhækkanir. Þessar hækkanir ganga þvert gegn því sem kjarasamningurinn snýst um. Verkalýðshreyfingin beitti sér af skynsemi við kjarasamningagerðina og við gerum þá kröfu að fyrirtækin í landinu, og stjórnvöld, geri slíkt hið sama og haldi aftur af verðhækkunum. Launahækkanir í þessum samningi eru ekki forsenda fyrir hækkun á neysluvörum eða hækkun á gjaldskrám hins opinbera. Þær eru innan þess ramma sem samningsaðilar komu sér saman um og það er skýlaus krafa okkar að hækkanir verði dregnar til baka. Umfjöllunin gefur okkur hins vegar tækifæri til að beita okkur og veita atvinnulífinu það aðhald sem þörf er á. Við munum fylgjast grannt með þróun verðlags fyrirtækja og stofnana og hiklaust beita þá þrýstingi sem ætla að ganga úr skaftinu. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í þessu með okkur, sameiginlegt átak þarf til. Við verðum að leggja sameiginlega til atlögu við verðbólguna, að öðrum kosti missum við út úr höndum okkar tækifæri til að skapa varanlegan stöðugleika og þá kaupmáttaraukningu sem við gerum öll kröfu um. Ég hvet því alla félagsmenn VR til að taka þátt í þessari vegferð með okkur og samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Krafan um stöðugleika er hávær þessa dagana enda íslenskt launafólk orðið langþreytt á hárri verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þessum stöðugleika náum við hins vegar ekki nema við förum fram af skynsemi og ábyrgð, stéttarfélög, atvinnurekendur og hið opinbera. Um það snýst nýgerður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði í raun og veru. Um það verður kosið á næstu dögum í stéttarfélögum eins og VR. Ný vinnubrögð í kjarasamningagerð og ný viðhorf einkenna þennan kjarasamning og allan undirbúning hans. Hann byggist á sameiginlegri vinnu samningsaðila síðustu mánuði og vilja allra sem að honum komu til að ná fram markmiðum um aukinn kaupmátt og hjöðnun verðbólgu. Hagsmunir okkar fara hér saman – við viljum öll minni verðbólgu og meiri stöðugleika. Samningurinn er stuttur, til eins árs. Á þessum tólf mánuðum fáum við það svigrúm sem við þurfum til að undirbúa langtímasamning sem á að stuðla að því efnahagslega umhverfi sem krafa er gerð um. Niðurstöður kannana meðal félagsmanna VR á síðustu vikum og misserum benda til þess að aukinn kaupmáttur skipti þá höfuðmáli. Það leggjum við áfram til grundvallar í þeim viðræðum sem framundan eru um kjarasamning til lengri tíma.Leggjumst öll á eitt Mikil umræða hefur verið síðustu daga um boðaðar verðlags- og gjaldskrárhækkanir. Þessar hækkanir ganga þvert gegn því sem kjarasamningurinn snýst um. Verkalýðshreyfingin beitti sér af skynsemi við kjarasamningagerðina og við gerum þá kröfu að fyrirtækin í landinu, og stjórnvöld, geri slíkt hið sama og haldi aftur af verðhækkunum. Launahækkanir í þessum samningi eru ekki forsenda fyrir hækkun á neysluvörum eða hækkun á gjaldskrám hins opinbera. Þær eru innan þess ramma sem samningsaðilar komu sér saman um og það er skýlaus krafa okkar að hækkanir verði dregnar til baka. Umfjöllunin gefur okkur hins vegar tækifæri til að beita okkur og veita atvinnulífinu það aðhald sem þörf er á. Við munum fylgjast grannt með þróun verðlags fyrirtækja og stofnana og hiklaust beita þá þrýstingi sem ætla að ganga úr skaftinu. Ég hvet alla landsmenn til að taka þátt í þessu með okkur, sameiginlegt átak þarf til. Við verðum að leggja sameiginlega til atlögu við verðbólguna, að öðrum kosti missum við út úr höndum okkar tækifæri til að skapa varanlegan stöðugleika og þá kaupmáttaraukningu sem við gerum öll kröfu um. Ég hvet því alla félagsmenn VR til að taka þátt í þessari vegferð með okkur og samþykkja samninginn í komandi atkvæðagreiðslu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar