Lífið

Malene Birger hættir

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Danska tískudrottningin Malene Birger tilkynnti um hádegisbilið í dag að hún væri hætt sem yfirhönnuður By Malene Birger. Fyrirtækið  stofnaði hún sjálf árið 2003, þegar hún hætti störfum hjá DAY Birger et Mikkelsen sem í dag er eitt stærsta tískuhús Dana. 

Í tilkynningu sinni segir Malene að Christina Exsteen muni taka við stöðu hennar sem yfirhönnuður en Christina hefur starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun þess. Árið 2010 seldi Malene sinn hlut í fyrirtækinu til IC Company's og segir hún að starfslok hennar hafi legið í loftinu síðan þá.

Malene hefur þó ekki kvatt fyrir fullt og allt en hún ætlar að leiðbeina núverandi hönnuðum með vor og sumarlínuna 2015.

Nánar á Eurowoman.dk.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.