Vatnsforði íbúa í Teheran vaktaður með hugviti frá íslensku fyrirtæki Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2014 08:45 Megináherslan í störfum Stjörnu-Odda er í framleiðslu búnaðar fyrir rannsóknir. fréttablaðið/Gva Útbúnaður og mælitæki Stjörnu-Odda eru notuð til að hafa eftirlit með drykkjarvatni í Teheran í Íran. Framleiðsla þessa nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægur liður í að tryggja íbúum Teheran, sem eru um 15 milljónir talsins, hreint drykkjarvatn. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru mjög stoltir af þessari samvinnu og hún gefur fyrirtækinu mikla möguleika hvað varðar áframhaldandi vöruþróun. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem felst í því að okkar mælitæki eru fengin til að vakta vatnsforða fyrir svona margt fólk. Það búa um 15 milljónir manna á svæðinu sem er um fimmtugfaldur fjöldi Íslendinga. Þarna erum við liður í því að sinna ákveðinni grunnþörf fólks, sem er að hafa aðgang að hreinu vatni, allt frá börnum og unglingum til vinnandi fólks og gamalmenna, af þessu erum við mjög stoltir,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.Stjörnu OddiFyrirtækið hefur verið að þróa mælitæki í rannsóknum á lífríki í sjó, vötnum og á landi og er þetta því kærkomin nýjung í flóru fyrirtækisins. Snorri Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Stjörnu-Odda, segir að megináhersla fyrirtækisins sé í þróun búnaðar fyrir rannsóknarstörf ýmiskonar. „Í raun og veru erum við að hanna og þróa mælitæki fyrir rannsóknariðnað, sem aðallega eru notuð af alþjóðlegum rannsóknarstofnunum, háskólum og vísindamönnum vítt og breitt um heiminn. Tækin okkar eru notuð til að safna gögnum í ferskvatni og sjó og einnig höfum við verið að þróa búnað í rannsóknum á lyfjum og hvaða áhrif ný lyf hafa á dýr,“ segir Snorri. „Til að mynda kemur útbúnaður okkar mikið við sögu þegar nýtt bóluefni kemur á markað og var mikið notaður í tengslum við þróun lyfja við fuglaflensu þegar hún geisaði.“ Snorri segir það hafa tekið nokkurn tíma að koma á þessum samningi við Íran. Meðganga samningsins hafi tekið um níu mánuði. Ferlið hafi tekið langan tíma vegna mikillar pappírsvinnu. „Eins og menn vita þá eru takmarkanir á sölu á afurðum til Írans. Við förum allar réttar boðleiðir í sölunni, sendum upplýsingar í gegnum hið opinbera. Þau höft sem eru á innflutningi til Írans eru að einhverju leyti með manneskjulegt andlit. Þarna erum við að hjálpa til þess að hinn almenni borgari fái hreint vatn og við erum afar stoltir af þessu. Vegna þessa þá hafa höftin ekki áhrif á okkur en búa til nokkra pappírsvinnu.“ Að mati Snorra er þessi samningur ákveðin viðurkenning á starfi fyrirtækisins og eykur tiltrú á önnur verkefni. „Þessi samningur snýst um annað en miklar upphæðir, upphæð samningsins er hófleg að því leyti til. Hins vegar mun hann vera til hagsbóta fyrir okkur á þá vegu að hann eykur tiltrú á okkur og viðurkenningu, að hægt sé að nýta okkar búnað með mismunandi hætti. Við vonum að með þessu og kynningu á mælitækjum okkar geti fleiri bitið á agnið og viljað samstarf við okkur.“ Snorri telur að það umhverfi sem fyrirtæki búi við á Íslandi sé alls ekki til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki séu seld erlendis og flutt eða þá að eignarhaldið færist til útlanda með tilheyrandi tekjutapi ef arður verður greiddur af fyrirtækjum. Sú umgjörð sem sé nú við lýði sé mikið áhyggjuefni. „Við erum nýsköpunarfyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefðum það örugglega mun betra ef við værum annars staðar en á Íslandi. Hins vegar erum við allir Íslendingar og viljum vera hér. En vissulega eru ákveðin áhyggjuefni í loftinu almennt í íslensku atvinnulífi. Við erum að þróa búnað til að rannsaka lífríki sjávar og því miður eru rannsóknir þar skornar niður í ekki neitt hér á landi. Það gerir okkur erfitt fyrir í þróun þar sem enginn er í návígi við okkur að nota búnað okkar til að þróa með okkur tækin.“ Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Útbúnaður og mælitæki Stjörnu-Odda eru notuð til að hafa eftirlit með drykkjarvatni í Teheran í Íran. Framleiðsla þessa nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægur liður í að tryggja íbúum Teheran, sem eru um 15 milljónir talsins, hreint drykkjarvatn. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru mjög stoltir af þessari samvinnu og hún gefur fyrirtækinu mikla möguleika hvað varðar áframhaldandi vöruþróun. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni sem felst í því að okkar mælitæki eru fengin til að vakta vatnsforða fyrir svona margt fólk. Það búa um 15 milljónir manna á svæðinu sem er um fimmtugfaldur fjöldi Íslendinga. Þarna erum við liður í því að sinna ákveðinni grunnþörf fólks, sem er að hafa aðgang að hreinu vatni, allt frá börnum og unglingum til vinnandi fólks og gamalmenna, af þessu erum við mjög stoltir,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.Stjörnu OddiFyrirtækið hefur verið að þróa mælitæki í rannsóknum á lífríki í sjó, vötnum og á landi og er þetta því kærkomin nýjung í flóru fyrirtækisins. Snorri Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Stjörnu-Odda, segir að megináhersla fyrirtækisins sé í þróun búnaðar fyrir rannsóknarstörf ýmiskonar. „Í raun og veru erum við að hanna og þróa mælitæki fyrir rannsóknariðnað, sem aðallega eru notuð af alþjóðlegum rannsóknarstofnunum, háskólum og vísindamönnum vítt og breitt um heiminn. Tækin okkar eru notuð til að safna gögnum í ferskvatni og sjó og einnig höfum við verið að þróa búnað í rannsóknum á lyfjum og hvaða áhrif ný lyf hafa á dýr,“ segir Snorri. „Til að mynda kemur útbúnaður okkar mikið við sögu þegar nýtt bóluefni kemur á markað og var mikið notaður í tengslum við þróun lyfja við fuglaflensu þegar hún geisaði.“ Snorri segir það hafa tekið nokkurn tíma að koma á þessum samningi við Íran. Meðganga samningsins hafi tekið um níu mánuði. Ferlið hafi tekið langan tíma vegna mikillar pappírsvinnu. „Eins og menn vita þá eru takmarkanir á sölu á afurðum til Írans. Við förum allar réttar boðleiðir í sölunni, sendum upplýsingar í gegnum hið opinbera. Þau höft sem eru á innflutningi til Írans eru að einhverju leyti með manneskjulegt andlit. Þarna erum við að hjálpa til þess að hinn almenni borgari fái hreint vatn og við erum afar stoltir af þessu. Vegna þessa þá hafa höftin ekki áhrif á okkur en búa til nokkra pappírsvinnu.“ Að mati Snorra er þessi samningur ákveðin viðurkenning á starfi fyrirtækisins og eykur tiltrú á önnur verkefni. „Þessi samningur snýst um annað en miklar upphæðir, upphæð samningsins er hófleg að því leyti til. Hins vegar mun hann vera til hagsbóta fyrir okkur á þá vegu að hann eykur tiltrú á okkur og viðurkenningu, að hægt sé að nýta okkar búnað með mismunandi hætti. Við vonum að með þessu og kynningu á mælitækjum okkar geti fleiri bitið á agnið og viljað samstarf við okkur.“ Snorri telur að það umhverfi sem fyrirtæki búi við á Íslandi sé alls ekki til hagsbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Fyrirtæki séu seld erlendis og flutt eða þá að eignarhaldið færist til útlanda með tilheyrandi tekjutapi ef arður verður greiddur af fyrirtækjum. Sú umgjörð sem sé nú við lýði sé mikið áhyggjuefni. „Við erum nýsköpunarfyrirtæki og stór hluti af okkar veltu fer í rannsóknir og þróunarstarf. Það er ekkert launungarmál að við hefðum það örugglega mun betra ef við værum annars staðar en á Íslandi. Hins vegar erum við allir Íslendingar og viljum vera hér. En vissulega eru ákveðin áhyggjuefni í loftinu almennt í íslensku atvinnulífi. Við erum að þróa búnað til að rannsaka lífríki sjávar og því miður eru rannsóknir þar skornar niður í ekki neitt hér á landi. Það gerir okkur erfitt fyrir í þróun þar sem enginn er í návígi við okkur að nota búnað okkar til að þróa með okkur tækin.“
Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent