Rukkað á nýrri Sundabraut Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. apríl 2014 06:00 Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun