Tollakerfið er gert til að vernda íslenska verslun Jón Þór Helgason skrifar 15. apríl 2014 15:19 Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun