Nýsjálenska aðferðin við gjaldtöku í þjóðgörðum Einar Á. E. Sæmundsen skrifar 18. mars 2014 00:00 Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun