Ómannúðleg meðferð aldraðra blettur á samfélaginu Guðlaug Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2014 00:00 Ég er aukapersóna í ljótri sögu sem ekki sér fyrir endann á. Mamma mín, gömul kona, er aðalpersónan. Sagan er sjúkrasaga hennar undanfarið rúmlega hálft ár þar sem hver kollsteypan á fætur annarri hefur orðið til þess að hún er nú farlama og líður illa. Afleiðingar gegndarlauss niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu blasa við í þessari sögu og bitna illa á aðalpersónunni. Ljóst er að hún er bara ein af mörgum sem eru í vondum málum vegna þessa. Við sameiningu spítalanna var m.a. hagrætt þannig að þeir skiptu með sér verkum og mismunandi fagdeildum. Útreikningar sýndu að ódýrara væri að flytja sjúklinga á milli bygginga en að reka sams konar deildir á fleiri en einum stað. Hljómar skynsamlega og tölur tala sínu máli. En hvernig virkar þetta í veruleikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstaklega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. Sjúkrabílaferðir mömmu síðan í september sl. eru, nú þegar þetta er skrifað, orðnar átján. Á nóttu sem degi hefur hún verið flutt frá einni deild á aðra. Elskulegir sjúkraflutningamenn koma og flytja fólk, nærgætnir og faglegir, en vegna anna þarf stundum að bíða lengi eftir þeim. Flutningarnir hafa verið til og frá bráðamóttöku, til og frá Hringbraut eða Fossvogi, til og frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og til og frá heimili hennar í Furugerði. Sá sem sendur er heim til sín í sjúkrabíl er ekki til stórræðanna enda hefur það komið á daginn.Vítahringur Læknar, sem ég hef þó sárasjaldan hitt af því þeir eru takmarkað við, hafa útskrifað hana og í bréfum þeirra kemur fram að hún sé fær um að sjá um sig sjálf. Þar segir kannski að henni „hætti til að fá aðsvif“ og hún sé „með dálitla verki“. Sjúkrasagan verður ekki rakin í smáatriðum hér en í stórum dráttum er um að ræða tvö beinbrot sem bæði voru afleiðing aðsvifa. Aðsvifin urðu vegna slappleika sem orsakaðist líklega af alvarlegri sýkingu sem tók margar vikur að greina og lækna. Nokkrir úr röðum heilbrigðisstarfsfólks, sem starfar í öldrunargeiranum og á bráðamóttöku, hafa reynst vel á þessu tímabili en það liggur í augum uppi að þetta góða fólk ræður yfir takmörkuðum úrræðum. Myndast getur vítahringur þar sem hvert úrræðið reynist of takmarkað og kallar á annað. Heildarlausn vantar fyrir veika, aldraða á höfuðborgarsvæðinu og það er algerlega óviðunandi. Það er nöturlegt að horfa upp á gamla fólkið okkar, sem hefur unnið hörðum höndum alla sína hunds- og kattartíð og greitt sitt til samfélagsins, upplifa niðurlægjandi og ómannúðlega meðferð þegar það er orðið hjálparþurfi. Að eldast með reisn á að vera sjálfsagður réttur hvers og eins. Búsetuúrræði fyrir gamalt fólk verður að taka til markvissrar endurskoðunar og efla aðhlynningu þeirra sem búa í þjónustuíbúðum vegna þess að það er orðið of langt leitt þegar það loksins fær inni þar. Það verður að fjölga hjúkrunarrýmum og bæta aðgang gamals fólks að fagfólki. Markmiðið með þessum skrifum er að vekja athygli á því og krefjast bóta. Ljótar sögur af meðferð aldraðra á Íslandi í dag eru blettur á samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er aukapersóna í ljótri sögu sem ekki sér fyrir endann á. Mamma mín, gömul kona, er aðalpersónan. Sagan er sjúkrasaga hennar undanfarið rúmlega hálft ár þar sem hver kollsteypan á fætur annarri hefur orðið til þess að hún er nú farlama og líður illa. Afleiðingar gegndarlauss niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu blasa við í þessari sögu og bitna illa á aðalpersónunni. Ljóst er að hún er bara ein af mörgum sem eru í vondum málum vegna þessa. Við sameiningu spítalanna var m.a. hagrætt þannig að þeir skiptu með sér verkum og mismunandi fagdeildum. Útreikningar sýndu að ódýrara væri að flytja sjúklinga á milli bygginga en að reka sams konar deildir á fleiri en einum stað. Hljómar skynsamlega og tölur tala sínu máli. En hvernig virkar þetta í veruleikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstaklega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. Sjúkrabílaferðir mömmu síðan í september sl. eru, nú þegar þetta er skrifað, orðnar átján. Á nóttu sem degi hefur hún verið flutt frá einni deild á aðra. Elskulegir sjúkraflutningamenn koma og flytja fólk, nærgætnir og faglegir, en vegna anna þarf stundum að bíða lengi eftir þeim. Flutningarnir hafa verið til og frá bráðamóttöku, til og frá Hringbraut eða Fossvogi, til og frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og til og frá heimili hennar í Furugerði. Sá sem sendur er heim til sín í sjúkrabíl er ekki til stórræðanna enda hefur það komið á daginn.Vítahringur Læknar, sem ég hef þó sárasjaldan hitt af því þeir eru takmarkað við, hafa útskrifað hana og í bréfum þeirra kemur fram að hún sé fær um að sjá um sig sjálf. Þar segir kannski að henni „hætti til að fá aðsvif“ og hún sé „með dálitla verki“. Sjúkrasagan verður ekki rakin í smáatriðum hér en í stórum dráttum er um að ræða tvö beinbrot sem bæði voru afleiðing aðsvifa. Aðsvifin urðu vegna slappleika sem orsakaðist líklega af alvarlegri sýkingu sem tók margar vikur að greina og lækna. Nokkrir úr röðum heilbrigðisstarfsfólks, sem starfar í öldrunargeiranum og á bráðamóttöku, hafa reynst vel á þessu tímabili en það liggur í augum uppi að þetta góða fólk ræður yfir takmörkuðum úrræðum. Myndast getur vítahringur þar sem hvert úrræðið reynist of takmarkað og kallar á annað. Heildarlausn vantar fyrir veika, aldraða á höfuðborgarsvæðinu og það er algerlega óviðunandi. Það er nöturlegt að horfa upp á gamla fólkið okkar, sem hefur unnið hörðum höndum alla sína hunds- og kattartíð og greitt sitt til samfélagsins, upplifa niðurlægjandi og ómannúðlega meðferð þegar það er orðið hjálparþurfi. Að eldast með reisn á að vera sjálfsagður réttur hvers og eins. Búsetuúrræði fyrir gamalt fólk verður að taka til markvissrar endurskoðunar og efla aðhlynningu þeirra sem búa í þjónustuíbúðum vegna þess að það er orðið of langt leitt þegar það loksins fær inni þar. Það verður að fjölga hjúkrunarrýmum og bæta aðgang gamals fólks að fagfólki. Markmiðið með þessum skrifum er að vekja athygli á því og krefjast bóta. Ljótar sögur af meðferð aldraðra á Íslandi í dag eru blettur á samfélaginu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun