Fyrir hverja er HPV-bólusetning? Kristján Oddsson skrifar 12. september 2014 07:00 HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
HPV (Human Papilloma Virus) er algeng veira sem smitast með beinni snertingu fólks við kynlíf. Flest okkar sem hafa stundað kynlíf smitast einhvern tímann á lífsleiðinni af HPV. Nóg er að hafa stundað kynlíf með einum einstaklingi einu sinni þótt fjöldi rekkjunauta auki líkur á smiti. Tæplega 200 HPV-tegundir eru þekktar og geta um 40 þeirra sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæðinu, í munni og koki. Af þessum 40 HPV-veirum eru um 15 krabbameinsvaldandi. Flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar og ganga til baka en sumar geta valdið frumubreytingum og leghálskrabbameini og öðrum sjaldgæfari krabbameinum eins og krabbameini í endaþarmi, getnaðarlim, leggöngum, skapabörmum, munni og koki. Hér á landi eru skráð tvö HPV-bóluefni, Gardasil og Cervarix, sem verja gegn algengustu HPV-tegundum sem valda um 70% tilfella af leghálskrabbameini. Cervarix er tvígilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18. Gardasil er fjórgilt bóluefni sem ver gegn HPV 16 og 18 en einnig gegn HPV 6 og 11 sem valda yfir 90% af kynfæravörtum. Bóluefnin verja einnig gegn sumum krabbameinum í endaþarmi, leggöngum, munni og koki. Frá haustinu 2011 hefur öllum stúlkum í 7. bekk grunnskóla verið boðin HPV-bólusetning með Cervarix þeim að kostnaðarlausu og hafa um 90% þeirra þegið hana, sem er mjög góður árangur. Bæði bóluefnin veita fullkomna vörn gegn þeim HPV-tegundum sem bólusett er fyrir ef þau eru gefin áður en kynlíf hefst. Hins vegar gætu fleiri haft gagn af bólusetningu þó þeir hafi byrjað að stunda kynlíf, bæði konur og karlar. Í sumum löndum er konum upp að 26 ára aldri ráðlögð bólusetning. Fræðilega gætu allir, konur og karlar, haft gagn af bólusetningu ef þeir hafa ekki smitast af HPV-tegundunum í bóluefninu. Þó HPV-sýking sé algeng er ólíklegt að konur hafi smitast af öllum HPV-tegundunum sem eru í bóluefnunum þannig að bólusetning gæti veitt þeim einhverja vörn, a.m.k. til 26 ára aldurs. Bólusettar konur þurfa samt áfram að mæta í leghálskrabbameinsleit því bóluefnin veita aðeins um 70% vörn gegn leghálskrabbameini. Bólusetning fyrir drengi Í Bandaríkjunum er bólusetning drengja 13-21 árs ráðlögð. Árið 2013 byrjuðu heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu að bjóða 12 ára drengjum bólusetningu í skólanum. Konur yngri en 26 ára, einstaklingar í áhættuhópum eins og t.d. samkynhneigðir menn, menn sem stunda kynlíf með mönnum og ónæmisbældir einstaklingar vegna lyfja eða sjúkdóma ættu að ræða við lækni um hvort HPV-bólusetning gæti gagnast þeim. HPV-bóluefnin eru örugg og aukaverkanir fáar og mildar, en fram getur komið verkur á stungustað ásamt svima og ógleði. Hver skammtur af Cervarix kostar um 16.500 kr. og Gardasil um 23.000 kr. en bólusetja þarf með þremur skömmtum þannig að heildarkostnaður er á bilinu 50.000 kr. til 70.000 kr. fyrir þá sem velja bólusetningu. Leghálskrabbameinsleit er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum stendur til boða og allar konur ættu að nýta sér. HPV-bólusetning kann að nýtast miklu fleiri en bara 12 ára stúlkum. Nánari upplýsingar um HPV eru á www.hpv.is. Annar áhættuþáttur fyrir krabbamein er hreyfingarleysi. Styrktarfélagið Líf og Krabbameinsfélag Íslands standa saman að Globeathon-hlaupinu sem er alþjóðlegt átak til þess að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Globeathon-hlaupið er fyrir alla og fer fram sunnudaginn 14. september kl. 14. Upphaf hlaupsins verður við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru á www.hlaup.is. Taktu þátt, heilsunnar vegna!
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun