Ssangyong Korando og Rexton mættir aftur Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 09:27 Ssangyong Rexton Bílabúð Benna seldi dável af bílum frá kóreska bílaframleiðandanum Ssangyong hér á árum áður en hlé hefur verið á sölu þeirra á undanförnum árum. Nú eru tvær bílgerðir frá Ssangyong aftur komnir í sölu hérlendis. Eru það gerðirnar Korando og Rexton sem hafa nú fengið nýtt og laglegt útlit. Eru þessir bílar afar vel búnir miðað við lágt verð þeirra. Korando er fjórhjóladrifinn jepplingur með 170 hestafla dísilvél og mmeð 18 cm undir lægsta punkt. Bílablaðamaður Fréttablaðsins fékk að reyna bílinn í síðustu viku og sprautast hann hreinlega áfram með þessari öflugu vél og var lipur í borgarakstrinum. Hann er ári rúmgóður, með flott leðursæti og vel hlaðinn búnaði. Verð á ódýrustu útgáfu hans með beinskiptingu er 4.990.000 kr. Sjálfskiptur og með leðurinnréttingu kostar hann 5.990.000 kr. og 5.790.000 án leðurs. Ssangyong Rexton er jeppi og talsvert stærri um sig. Hann er með 155 hestafla vél og eyðir 7,8 lítrum í blönduðum akstri. Verð hans er 6.990.000 kr. með tauáklæði en með leðuráklæði og ýmsum viðbótarbúnaði kostar hann 7.690.000 kr. Rexton er fullvaxinn torfærubíll með hásingu og lágt drif og millikassa. Því má breyta þessum bíl, hækka hann og setja undir hann stærri dekk og setja á hann brettakanta. Sjálfskiptingin er 5 gíra og hann er búinn ESP stöðugleikastýringu, búnaði sem heldur við í brekkum og fleiri góðgæti. Í dýrari útgáfu hans með leðurinnréttingu kemur auk þess sjálfstæð fjöðrun að aftan, 18 tommu flottar felgur, fjarlægðarskynjarar, rafdrifin framsæti, minni í speglum og bílstjórasæti, viðarklæðning í mælaborði, hiti í aftursætum, opnanlegur gluggi á afturhlera, hiti í framrúðum og ýmislegt fleira. Þeir eru ekki svo margir jepparnir sem breyta má í dag og munu vafalaust margir fagna þessum bíl í fátæklega flóru jeppa sem svona eru búnir. Hann er auk þess með 78 lítra eldsneytistanki svo aka má honum 1.000 kílómetra ef vel er ekið.Ssangyong Korando Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Bílabúð Benna seldi dável af bílum frá kóreska bílaframleiðandanum Ssangyong hér á árum áður en hlé hefur verið á sölu þeirra á undanförnum árum. Nú eru tvær bílgerðir frá Ssangyong aftur komnir í sölu hérlendis. Eru það gerðirnar Korando og Rexton sem hafa nú fengið nýtt og laglegt útlit. Eru þessir bílar afar vel búnir miðað við lágt verð þeirra. Korando er fjórhjóladrifinn jepplingur með 170 hestafla dísilvél og mmeð 18 cm undir lægsta punkt. Bílablaðamaður Fréttablaðsins fékk að reyna bílinn í síðustu viku og sprautast hann hreinlega áfram með þessari öflugu vél og var lipur í borgarakstrinum. Hann er ári rúmgóður, með flott leðursæti og vel hlaðinn búnaði. Verð á ódýrustu útgáfu hans með beinskiptingu er 4.990.000 kr. Sjálfskiptur og með leðurinnréttingu kostar hann 5.990.000 kr. og 5.790.000 án leðurs. Ssangyong Rexton er jeppi og talsvert stærri um sig. Hann er með 155 hestafla vél og eyðir 7,8 lítrum í blönduðum akstri. Verð hans er 6.990.000 kr. með tauáklæði en með leðuráklæði og ýmsum viðbótarbúnaði kostar hann 7.690.000 kr. Rexton er fullvaxinn torfærubíll með hásingu og lágt drif og millikassa. Því má breyta þessum bíl, hækka hann og setja undir hann stærri dekk og setja á hann brettakanta. Sjálfskiptingin er 5 gíra og hann er búinn ESP stöðugleikastýringu, búnaði sem heldur við í brekkum og fleiri góðgæti. Í dýrari útgáfu hans með leðurinnréttingu kemur auk þess sjálfstæð fjöðrun að aftan, 18 tommu flottar felgur, fjarlægðarskynjarar, rafdrifin framsæti, minni í speglum og bílstjórasæti, viðarklæðning í mælaborði, hiti í aftursætum, opnanlegur gluggi á afturhlera, hiti í framrúðum og ýmislegt fleira. Þeir eru ekki svo margir jepparnir sem breyta má í dag og munu vafalaust margir fagna þessum bíl í fátæklega flóru jeppa sem svona eru búnir. Hann er auk þess með 78 lítra eldsneytistanki svo aka má honum 1.000 kílómetra ef vel er ekið.Ssangyong Korando
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent