Cink lék fyrsta hringinn á 64 höggum eða heilum átta höggum undir pari vallarins. Hann leiðir þó aðeins með einu höggi þar sem landi hans, Gary Woodland, nældi í örn auk fimm fugla og er á 65 höggum.
Tiger Woods, sem hefur átta sinnum unnið sigur á Torrey Pines, lauk leik í gær á 72 höggum sem er par vallarins. Hann nældi í fugl strax á annarri holu en náði aðeins einum fugli í viðbót til að jafna út tvo skolla á holunum átján.
Leik verður framhaldið í dag en bein útsending frá mótinu er á Golfstöðinni. Útsendingin í kvöld hefst klukkan 20.