Örstutt um dreifikerfi RÚV Gunnar Örn Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun