Framhaldsskólinn fyrir alla? Hrönn Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar