Opel Adam stökkmús á sterum Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 15:11 Opel Adam S er sannkölluð stökkmús. Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent
Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent