Opel Adam stökkmús á sterum Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 15:11 Opel Adam S er sannkölluð stökkmús. Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
Opel Adam smábíllinn sem selst hefur gríðarvel í Evrópu undanfarið mun brátt fást í sportútfærslu með 150 hestafla vél og fær hann stafinn S í endann. Þessi nýja útfærsla Adam verður kynntur á bílasýningunni í París sem hefst 2. október. Fjögurra strokka og 1,4 lítra forþjöppudrifin vél verður í Opel Adam S og það hendir honum í 100 km hraða á 8,5 sekúndum. Fjöðrun bílsins er stífari en í hefbundnum Adam, hann er með Recaro sportsætum, 6 gíra beinskiptingu, 18 tommu felgum, OPC bremsum og bæði er innra og ytra útlit bílsins sportlegra og flottara. Svo er aldrei að vita hvort Opel muni í framhaldinu framleiða enn öflugri útfærslu Adam sem fengi þá stafina OPC í enda nafns síns. Opel Adam er einn þeirra nýju bíla sem Bílabúð Benna mun kynna á næstunni, en eins og kunnugt er tók Benni við umboðssölu Opel bíla á Íslandi frá BL.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent