Tesla Model S gegn Chevrolet Corvette Stingray Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2014 09:30 Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Mikið var látið með nýja kynslóð Corvettu í fyrra í Bandaríkjunum og töldu margir mikinn draumabíl þar fram kominn. Er hann líka 8 strokka tryllitæki, sem Bandaríkjamenn hafa átt í ástarsambandi við lengi. Annar bíll sem framleiddur er í Bandaríkjunum er ekki með neinn strokk, er drifinn áfram af rafmagnsmótorum og heitir Tesla Model S. Skyldi sá bíll eiga einhvern séns í Chevrolet Corvette Stingray í kvartmílu? Af uppgefnum afkastatölum að dæma ætti svo ekki að vera. Corvettan er 460 hestöfl, vegur aðeins 1,497 kíló og á að vera 3,8 sekúndur í hundraðið. Teslan hinsvegar er 416 hestöfl, vegur 2.110 kíló og á komast í hundraðið á 4,2 sekúndum. En hver þeir vinnur kvartmíluna þegar þeim er att saman á þar til gerðri braut. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði og gæti komið sumum á óvart.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent