Innflytjendur eru tækifæri ekki ógn Elín Hirst skrifar 30. janúar 2014 06:00 Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti nýlega fyrir breytingum á útlendingalögum á Alþingi, að norskri fyrirmynd sem er að mínum dómi afar metnaðarfull og skynsamleg lagabót. Frumvarpið felur meðal annars í sér að stofnuð verði sjálfstæð kærunefnd sem taki til meðferðar kærur á úrskurðum Útlendingastofnunar vegna mála er varða komu, dvöl eða hælisumsókn útlendinga. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, réðst í mikið átak til styttingar málsmeðferðartíma hælisumsókna vorið 2013 og á hann einnig hrós skilið fyrir það. Afar mikilvægt er að sá mikli fjöldi sem sækir um að fá hér pólitískt hæli fái skýr og rökstudd svör eins fljótt og kostur er. Því miður fæst aldrei jákvætt svar við öllum beiðnum. Við búum við alþjóðlega löggjöf samhliða þeirri íslensku og þar sem rammi hefur verið settur í kringum þá alþjóðlegu vernd sem felst í pólitísku hæli. Enn fremur að það beri að forgangsraða í þágu þeirra sem mest eru taldir þurfa á slíkri hjálp að halda, eins og kom fram í máli Hönnu Birnu á Alþingi. Það kvað einnig við góðan tón í máli innanríkisráðherra. Hún hvatti okkur Íslendinga til að sýna umburðarlyndi og skilning og líta á það fremur sem tækifæri en ekki ógn að fá innflytjendur hingað til lands. Sérstaka athygli mína vöktu orð innanríkisráðherra um að ráðherrar í nágrannalöndum okkar líti nú á það sem eina helstu ógnina við Evrópu, ekki síst efnahagslega, að innflytjendur sniðgangi í vaxandi mæli álfuna. Þar með fari Evrópa á mis við þekkingu, dugnað og ný viðhorf fólks úr ólíkum áttum. Við Íslendingar eigum að fagna því að þeir sýni áhuga á að bæta mannlíf á Íslandi eins og Hanna Birna boðaði í ræðu sinni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun