Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir Dóra Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2014 06:00 Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun