Kjölfesta borgarskútunnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. maí 2014 13:11 Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar