Gufubaðsstrætó Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 10:38 Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Bílstjóri strætisvagns í síberísku borginni Krasnoyarsk í Rússlandi hélt að hann væri ægilega sniðugur er hann ók yfir brotna hitavatnsleiðslu til að stöðva gríðarlegt vatnsgos sem stóð tugi metra uppí loftið. Vandinn var hinsvegar sá að hann var með fullan vagn af farþegum og strætisvagninn fylltist á augabragði af funheitri gufu sem brenndi farþegana illa. Margir þeirra fengu þriðja stigs bruna á höndum og fótum og á meðal þeirra börn. Bílstjórinn bjargaði hinsvegar eigin skinni með því að skríða útúr brotinni lúgu vagnsins, en gleymdi áður að opna hurðir vagnsins. Farþegum tókst hinsvegar að opna afturhurð hans og sluppu út úr vagninum, en með þessum slæmu afleiðingum. Sjá má í meðfylgjandi myndskeiði þar sem þeir flýja vagninn í ofboði, nokkuð illa leiknir. Vagnstjórans býður hinsvegar tveggja ára fangelsisvist fyrir athæfi sitt.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent