Sláandi kínversk eftirlíking Ford Raptor Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2014 10:04 Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent
Kínverskir bílaframleiðendur hafa ekki beinlínis verið feimnir við að framleiða eftirlíkingar þekktra evrópskra eða bandarískra bíla og við lítinn fögnuð þeirra. Hér er eitt dæmi þess, en þessi sláandi eftirlíking Ford F-150 pallbílsins er framleiddur af kínverska bílaframleiðandanum Kawei. Kawei er ekki beint að hylja líkindin, en hann er svo líkur einni gerð Ford F-150, þ.e. Ford Raptor bílnum, að eingöngu fáein smáatriði skilja þá að. Þessi bíll er þó á talsvert lægra verði en Ford Raptor og kostar aðeins 16.000 dollara, eða 1,8 milljón króna. Vélarnar sem bjóðast í þessum bíl eiga þó fátt sameiginlegt við öfluga vélina í Ford Raptor því þær eru 141 hestafla bensínvél eða 106 hestafla dísilvél, svo víst er að hann er enginn orkubolti. Kawei seldi aðeins 10.000 svona bíla á síðasta ári, suma þeirra í Afríku og miðausturlöndum. Kawei ætlar að framleiða tvöfalt magn af bílnum á þessu ári. Innanrými Kawei K-1
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent