Opið bréf til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra Haraldur Reynisson skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Komdu sæll, Illugi. Ég á erindi við þig þar sem þú ert menntamálaráðherra og ráðuneyti þitt veitir kennurum starfsleyfi. Leyfisbréf eru gefin út og veitt þeim sem hafa uppfyllt ákveðnar lögbundnar kröfur. Árið 2008 tóku gildi ný lög um kennaramenntun og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ætla sér að starfa sem kennarar auknar. Í stað þriggja ára náms áður sem veitir B.Ed.-gráðu þarf nú að taka tveggja ára mastersnám til viðbótar til þess að fá að nota starfsheitið grunnskólakennari. Lögunum hefur tvívegis verið breytt síðan. Þessi námsleið fékk nafnið Finnska leiðin. Þetta veistu en ég þarf samt sem áður að nefna þetta hér áður en ég kem að sjálfu erindinu. Þannig er að ég hóf nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2009 og útskrifaðist í júní 2012. Hið nýja nám var ekki orðið að veruleika og því nutum hvorki ég né samnemendur mínir góðs af því. Það eitt og sér er til háborinnar skammar. En það er þó ekki það sem ég ætla að ræða við þig. Það sem ég ætla að ræða við þig er sú mismunun sem þú lætur viðgangast hjá þínu ráðuneyti. Að minnsta kosti 20 samnemendur mínir hafa fengið útgefið starfsleyfi frá ráðuneytinu þínu, aðilar sem voru á sama tíma og ég í námi. Við uppfylltum sömu námskröfur. Við lukum sama námi með 1. einkunn. Við borguðum sömu skólagjöld. Við gerðum allt eins, en ráðuneytið mismunar okkur gróflega. Ég, ásamt stórum hópi nemenda, sendi þér bréf síðastliðinn nóvember þar sem þetta mál var rakið með mjög nákvæmum hætti. Það tók ráðuneytið þitt meira en tvo mánuði að senda okkur þau svör að einhver mistök hefðu átt sér stað, en að ráðuneytið þitt ætlaði sér ekki að bæta úr þeim mistökum á neinn hátt, eða gera neitt yfirhöfuð. Ég spyr þig því hér og krefst þess að þú svarir mér.1. Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi en ekki þeir 20 aðilar (a.m.k.) sem luku sama námi og ég og útskrifuðust á sama tíma og ég með B.Ed.-gráðu og hafa nú fengið leyfisbréf?2. Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum, án þess að slíkt hafi nokkrar afleiðingar? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga? Ég sætti mig ekki við þau svör að hér hafi verið gerð mistök. Ef um væri að ræða einn nemanda sem fengið hefði starfsleyfi væri ég ekki að skrifa þetta bréf. Við erum að tala um a.m.k. 20 leyfisbréf, og mörg hver voru gefin út eftir að ráðuneytinu var bent á þessa mismunun. Nú stend ég frammi fyrir því að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis því ég get ekki sætt mig við slík vinnubrögð. Í ljósi þess að lögunum hefur þegar verið breytt tvívegis tel ég rétt að þú beitir þér fyrir því að þeim verði breytt einu sinni enn til að rétta hlut þeirra nemenda sem brotið hefur verið á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll, Illugi. Ég á erindi við þig þar sem þú ert menntamálaráðherra og ráðuneyti þitt veitir kennurum starfsleyfi. Leyfisbréf eru gefin út og veitt þeim sem hafa uppfyllt ákveðnar lögbundnar kröfur. Árið 2008 tóku gildi ný lög um kennaramenntun og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ætla sér að starfa sem kennarar auknar. Í stað þriggja ára náms áður sem veitir B.Ed.-gráðu þarf nú að taka tveggja ára mastersnám til viðbótar til þess að fá að nota starfsheitið grunnskólakennari. Lögunum hefur tvívegis verið breytt síðan. Þessi námsleið fékk nafnið Finnska leiðin. Þetta veistu en ég þarf samt sem áður að nefna þetta hér áður en ég kem að sjálfu erindinu. Þannig er að ég hóf nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands haustið 2009 og útskrifaðist í júní 2012. Hið nýja nám var ekki orðið að veruleika og því nutum hvorki ég né samnemendur mínir góðs af því. Það eitt og sér er til háborinnar skammar. En það er þó ekki það sem ég ætla að ræða við þig. Það sem ég ætla að ræða við þig er sú mismunun sem þú lætur viðgangast hjá þínu ráðuneyti. Að minnsta kosti 20 samnemendur mínir hafa fengið útgefið starfsleyfi frá ráðuneytinu þínu, aðilar sem voru á sama tíma og ég í námi. Við uppfylltum sömu námskröfur. Við lukum sama námi með 1. einkunn. Við borguðum sömu skólagjöld. Við gerðum allt eins, en ráðuneytið mismunar okkur gróflega. Ég, ásamt stórum hópi nemenda, sendi þér bréf síðastliðinn nóvember þar sem þetta mál var rakið með mjög nákvæmum hætti. Það tók ráðuneytið þitt meira en tvo mánuði að senda okkur þau svör að einhver mistök hefðu átt sér stað, en að ráðuneytið þitt ætlaði sér ekki að bæta úr þeim mistökum á neinn hátt, eða gera neitt yfirhöfuð. Ég spyr þig því hér og krefst þess að þú svarir mér.1. Af hverju þarf ég að ljúka mastersnámi en ekki þeir 20 aðilar (a.m.k.) sem luku sama námi og ég og útskrifuðust á sama tíma og ég með B.Ed.-gráðu og hafa nú fengið leyfisbréf?2. Telurðu þér heimilt að mismuna fólki í þínum störfum, án þess að slíkt hafi nokkrar afleiðingar? Telurðu að þú sért hafinn yfir jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga? Ég sætti mig ekki við þau svör að hér hafi verið gerð mistök. Ef um væri að ræða einn nemanda sem fengið hefði starfsleyfi væri ég ekki að skrifa þetta bréf. Við erum að tala um a.m.k. 20 leyfisbréf, og mörg hver voru gefin út eftir að ráðuneytinu var bent á þessa mismunun. Nú stend ég frammi fyrir því að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis því ég get ekki sætt mig við slík vinnubrögð. Í ljósi þess að lögunum hefur þegar verið breytt tvívegis tel ég rétt að þú beitir þér fyrir því að þeim verði breytt einu sinni enn til að rétta hlut þeirra nemenda sem brotið hefur verið á.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar