Fótbolti

Nani gæti farið til Juventus í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Nani gæti verið á förum frá United.
Luis Nani gæti verið á förum frá United. nordicphotos/getty
Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun ítalska knattspyrnufélagið hafa áhuga á að leggja fram kauptilboð í Luis Nani hjá Manchester United.

Nani mun vera sá leikmaður sem Juve mun leggja höfuð áherslu á að klófesta í sumar en hann hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Englandsmeisturunum í vetur.

Portúgalinn er sem stendur að glíma við meiðsli í aftanverðu læri en hann hefur ítrekað verið orðaður frá Manchester United undanfarna mánuði.

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Juventus, mun að öllu óbreyttu leggja fram kauptilboð í leikmanninn í sumar.

Nani hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með United en hann gekk í raðir félagsins árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×