Verið að vekja Schumacher úr dái? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2014 16:25 Michael Schumacher. Vísir/NordicPhotos/Getty Þýski ökuþórinn Michael Schumacher, sem haldið hefur verið sofandi undanfarinn mánuð eftir alvarlegt skíðaslys, er smám saman verið að vekja, ef marka má frétt L'Equipe. Franski miðillinn heldur því fram að læknar reyni nú að vekja hann en sérfræðingar hafa haldið fram að Schumacher verði aldrei samur ef og þegar hann vakni. Schumacher missti meðvitund við fall utan brautar í frönsku ölpunum í lok árs 2013. Honum hefur verið haldið sofandi síðan. Talsmaður Schumacher hefur beðið almenning um að velta ekki fyrir sér getgátum fjölmiðla en neitaði aftur á móti ekki fréttinni. Heimsmeistarinn sjöfaldi lenti á stein í Meribel fyrir fjórum vikum og slasaðist illa. Hefur Schumacher gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan til að létta af þrýstingi á heila hans. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher, sem haldið hefur verið sofandi undanfarinn mánuð eftir alvarlegt skíðaslys, er smám saman verið að vekja, ef marka má frétt L'Equipe. Franski miðillinn heldur því fram að læknar reyni nú að vekja hann en sérfræðingar hafa haldið fram að Schumacher verði aldrei samur ef og þegar hann vakni. Schumacher missti meðvitund við fall utan brautar í frönsku ölpunum í lok árs 2013. Honum hefur verið haldið sofandi síðan. Talsmaður Schumacher hefur beðið almenning um að velta ekki fyrir sér getgátum fjölmiðla en neitaði aftur á móti ekki fréttinni. Heimsmeistarinn sjöfaldi lenti á stein í Meribel fyrir fjórum vikum og slasaðist illa. Hefur Schumacher gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan til að létta af þrýstingi á heila hans.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira