Óvissan um áhrif brennisteinsmengunar Sigrún Pálsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mosfellingar hafa ekki farið varhluta af brennisteinsmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum frekar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Uppúr 2007 fór að bera á aukinni tæringu málmhluta utandyra í Mosfellsbæ. Í hverfinu þar sem ég bý ryðguðu þök húsa, bílar, verkfæri, póstkassar og aðrir málmhlutir á ógnarhraða. Til að byrja með taldi ég að á tæringunni væru eðlilegar skýringar en eftir að hafa rætt málið við verkfræðing fóru að renna á mig tvær grímur. Þetta samtal varð síðan til þess að ég fór á stúfana og ræddi ég við jarðefnafræðing sem var áður sérfræðingur á Orkustofnun og gefið hafði þau ráð í tengslum við virkjun á Hengilssvæðinu að settur yrði upp hreinsibúnaður vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Prófessorinn hafði lært í Bandaríkjunum en þar er bannað með lögum að reisa slíkar virkjanir án hreinsibúnaðar – eins og víðast hvar annars staðar. Ég hélt síðan áfram rannsókn minni og bar þessi mál undir sérfræðing á Umhverfisstofnun og félaga mína í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Úr varð að sett voru upp tæki til að mæla brennisteinsvetnismengun frá Hengilssvæðinu í áhaldahúsi bæjarins. Þar voru mælitækin þó aðeins í nokkra mánuði. Á þeim stutta tíma sem mælingar stóðu yfir fór magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Mosfellsbæ aldrei yfir viðmiðunarmörk á sólarhring en mengunarskotin voru þó oft við þau mörk á klukkustund og nokkrum sinnum langt yfir mörkum miðað við 5 mínútna meðaltal. En hvað segja viðmiðunarmörkin um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfið? Satt best að segja er lítið um þau vitað. Það er þekkt að lofttegundin veldur tæringu á málmum og sest á gæðamálma sem vegna frábærra leiðnieiginleika eru gjarnan notaðir í snertlur í útvarps- og hljóðupptökutækjum og öðrum fjarskipta- og rafeindabúnaði. Þeir sem aka um Hellisheiði geta líka séð hvernig tæringin hefur leikið þrjár kynslóðir háspennumastra en áratuga gömul möstur fóru ekki að ryðga fyrr en boranir hófust fyrir alvöru eftir árið 2000. Stóra málið er auðvitað að ekki er vitað í hve miklu magni brennisteinsvetni þarf að vera til að tæra málma. Áhrif brennisteinsvetnis á heilsufar og gróður eru heldur ekki vel þekkt. Þó er vitað að fylgni er milli magns brennisteinsvetnis í andrúmslofti og lyfjanotkunar asmasjúklinga og sannað að gróðurskemmdir eru miklar þar sem hlutfallið er hátt. Þessi óvissa um áhrifin og miklir fjárhagslegir hagsmunir íbúa í Mosfellsbæ urðu til þess að ég óskaði eftir að tækin yrðu sett upp aftur sem gerist vonandi fljótlega. Almennt séð verður að telja ábyrgðarlaust að reisa jarðvarmavirkjanir í grennd við byggð án hreinsibúnaðar. Íslendingar eiga það til að vaða áfram í blindni og sitja svo uppi með óafturkræfan skaða. Getum við ekki öll verið sammála um að komið sé nóg af því? Og hvað með börnin okkar? Eiga þau ekki skilið að alast upp í heilbrigðu og öruggu umhverfi? Það finnst mér og hvet því til þess að öll áform um jarðvarmavirkjanir í grennd við þéttbýli verði lögð á hilluna þar til búið er að tryggja fjármögnun hreinsibúnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mosfellingar hafa ekki farið varhluta af brennisteinsmengun frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum frekar en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Uppúr 2007 fór að bera á aukinni tæringu málmhluta utandyra í Mosfellsbæ. Í hverfinu þar sem ég bý ryðguðu þök húsa, bílar, verkfæri, póstkassar og aðrir málmhlutir á ógnarhraða. Til að byrja með taldi ég að á tæringunni væru eðlilegar skýringar en eftir að hafa rætt málið við verkfræðing fóru að renna á mig tvær grímur. Þetta samtal varð síðan til þess að ég fór á stúfana og ræddi ég við jarðefnafræðing sem var áður sérfræðingur á Orkustofnun og gefið hafði þau ráð í tengslum við virkjun á Hengilssvæðinu að settur yrði upp hreinsibúnaður vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Prófessorinn hafði lært í Bandaríkjunum en þar er bannað með lögum að reisa slíkar virkjanir án hreinsibúnaðar – eins og víðast hvar annars staðar. Ég hélt síðan áfram rannsókn minni og bar þessi mál undir sérfræðing á Umhverfisstofnun og félaga mína í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Úr varð að sett voru upp tæki til að mæla brennisteinsvetnismengun frá Hengilssvæðinu í áhaldahúsi bæjarins. Þar voru mælitækin þó aðeins í nokkra mánuði. Á þeim stutta tíma sem mælingar stóðu yfir fór magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Mosfellsbæ aldrei yfir viðmiðunarmörk á sólarhring en mengunarskotin voru þó oft við þau mörk á klukkustund og nokkrum sinnum langt yfir mörkum miðað við 5 mínútna meðaltal. En hvað segja viðmiðunarmörkin um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfið? Satt best að segja er lítið um þau vitað. Það er þekkt að lofttegundin veldur tæringu á málmum og sest á gæðamálma sem vegna frábærra leiðnieiginleika eru gjarnan notaðir í snertlur í útvarps- og hljóðupptökutækjum og öðrum fjarskipta- og rafeindabúnaði. Þeir sem aka um Hellisheiði geta líka séð hvernig tæringin hefur leikið þrjár kynslóðir háspennumastra en áratuga gömul möstur fóru ekki að ryðga fyrr en boranir hófust fyrir alvöru eftir árið 2000. Stóra málið er auðvitað að ekki er vitað í hve miklu magni brennisteinsvetni þarf að vera til að tæra málma. Áhrif brennisteinsvetnis á heilsufar og gróður eru heldur ekki vel þekkt. Þó er vitað að fylgni er milli magns brennisteinsvetnis í andrúmslofti og lyfjanotkunar asmasjúklinga og sannað að gróðurskemmdir eru miklar þar sem hlutfallið er hátt. Þessi óvissa um áhrifin og miklir fjárhagslegir hagsmunir íbúa í Mosfellsbæ urðu til þess að ég óskaði eftir að tækin yrðu sett upp aftur sem gerist vonandi fljótlega. Almennt séð verður að telja ábyrgðarlaust að reisa jarðvarmavirkjanir í grennd við byggð án hreinsibúnaðar. Íslendingar eiga það til að vaða áfram í blindni og sitja svo uppi með óafturkræfan skaða. Getum við ekki öll verið sammála um að komið sé nóg af því? Og hvað með börnin okkar? Eiga þau ekki skilið að alast upp í heilbrigðu og öruggu umhverfi? Það finnst mér og hvet því til þess að öll áform um jarðvarmavirkjanir í grennd við þéttbýli verði lögð á hilluna þar til búið er að tryggja fjármögnun hreinsibúnaðar.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar