Líf í slagæðum Rithöfundar og leikstjórar og prófessorar skrifa 1. desember 2014 00:00 Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2006 voru haldin nokkur eftirminnileg menningarmálþing í miðju hins fullkomna peningastorms sem feykti mörgum góðum gildum út úr sjónsviði. Eitt þessara var málþing BÍL um íslenskt sjónvarp. Þar var m.a. bent á takmarkaða menningarumfjöllun í Ríkissjónvarpinu, miðað við lög um hlutverk þess, enda var þar þá enginn bókaþáttur, enginn þáttur um leiklist eða myndlist, ekki einu sinni hugmynd á lofti um skemmtiþátt um tungumálið. Þetta hefur góðu heilli breyst til batnaðar, íslenskt leikið efni hefur m.a.s. aukist, enda komu áhrifamenn smám saman til sjálfra sinna og Sjónvarpið sýndi styrk sinn. Nú er hins vegar orðið aðkallandi að viðra áhyggjur af hljóðvarpshluta RÚV, sem virðist búa við stöðuga þrengingarógn og þumalskrúfur sem torvelda starfsliðinu að sinna sínu dýrmæta starfi. Í ljósi umræðunnar er nauðsynlegt að árétta að Rás eitt Ríkisútvarpsins er lífæð sem ekki má rjúfa, hún er ein sinnar tegundar í landinu og sinnir ómissandi og upplýsandi umfjöllun um tónlist, bókmenntir, sögu, samfélag, náttúru, lýðræði, tungu, nýsköpun, neytendamál, skipulagsmál, menntamál o.m.fl., auk þess að frumskapa bæði útvarpsleikhús og barnaefni. Öll þessi starfsemi er jafnmikilvæg og almannavarnahlutinn og fréttaflutningurinn. Óþarft er að taka fram að Rás tvö er að sama skapi skýr í sinni sérgrein, í miðlun og merkingu íslenskrar dægurtónlistar, tilraunamúsíkur og sköpunar, meðfram virkri samfélagsumræðu. Í stuttu máli; það er óhugsandi að skera Rás eitt frekar niður eða bræða inn í aðrar stöðvar án þess að skaða grunnstoð í hugsun okkar sem hóps. Útvarpsstöð með 80 ára samfellda sögu ætti ekki að lifa við lífsháska, síst af öllu undir stjórnvöldum sem hafa handsalað að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu“. Hlustendur láta heldur ekki yfir sig ganga að klórað sé í innri gerð Rásar eitt með skyndiráðum sem eiga að afla peninga, eins og nýleg dæmi eru um – þeir treysta því að fjárveitingarvaldið komi grunnmálefnum Ríkisútvarpsins á þurrt í þeirri umræðu sem nú stendur. Það stoðar lítið að afnema vörugjöld á viðtækjum ef þau útvarpa engu nema upplýsingum um hvað klukkan er. Við þurfum þvert á móti útvarp sem skýrir út tímana sem við lifum á og segir okkur í alvöru hvað klukkan slær. Og ef ekki er stemning fyrir því að afhlutafélagavæða RÚV eða auka framlögin að sinni, ætti stofnunin í það minnsta að fá allt útvarpsgjaldið eins og henni ber samkvæmt orðanna hljóðan. Það er lágmark, það er skynsamlegt. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur Andri Snær Magnason, rithöfundur Kristján Árnason, prófessor Pétur Gunnarsson, rithöfundur Sigurður Pálsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, leikstjóri Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar